Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 16
ió þriðjudagi n 18. júlí fór eg aftr út í Haukadal. Næst fyrir utan fingeyrarfell er nú kallaðr Brekkudalr; fyrir utan fellið við sjóinn Sandaós, sem nefndr er í Gísla sögu, og þá var skipalægi; það mun vera þessi vegr, sem ms. bls. 120 nefnir Sanda-leið. Meðaldalr er næsti bœr fyrir innan Haukadal; þar bjó Önundr, er sagan talar um; stendr bœrinn nokkuð fyrir ofan veginn. Salt- nes heitir nesið enn í dag, sem gengr fram úr fjallinu út i sjóinn og skilr Haukadal og Meðaldal; fram úr fjallinu gengr hryggr of- an eftir nesinu og eru þar landamerki á milli bœjanna. Á Salt- nesi vóru þau dysjuð, Auðbjörg og þorgrímr nef, sem barin vóru grjóti í hel fyrir seið og gerninga. Mns. bls. 34 segir; „á hryggn- um milli Haukadals okMeðaldals11; ms. bls. 118 segir: „í hólunum11, hvorttveggja er rétt. Uppi þar sem hryggrinn er hæstr, eða á miklum hól, stendr ákaflega stór steinn jarðfastr; þykir mér líkast, að þau sé dysjuð nálægt steininum. Haukadalsárós er við sjóinn austan til í dalsmynninu; sjórinn fellr um flœði nokkuð langt upp eftir ánni, og er ósinn þar tölu- vert breiðr og djúpr; þar hefir verið hið bezta skipalægi og upp- sátr i fornöld, því ósinn mun þá hafa verið dýpri enn nú, þar eð sandr berst nú stöðugt upp og niðr ósinn úr sjónum. það er kunnugt, að margir árósar, er voru skipfœrir i fornöld, eru nú ó- fœrir. Skamt fyrir utan Haukadalsárós byrjar Seftjörnin og liggr strandlengis með sjónum, og er malarkampr hár milli hennar og sjávarins; hann er ekki allbreiðr, sjá hér aftan við Árbókina, plötu I. mynd 1.: uppdráttr af Sæbóli, Hóli, Seftjörn, lœknum og haugunum. Seftjörnin er nær 200 faðma á lengd; um miðjuna er hún mjó og í innri parti hennar er vatn á öllum tímum árs, enn í ytri partinum er aldrei verulegt vatn, nema helzt á haustum í rign- ingatíð. þ’að er því víst, að á innra parti tjarnarinnar eða þeim, er veit að ósnum, hafa knattleikarnir verið haldnir; þar er hátt , melholt fyrir ofan, og þar niðr frá með tjörninni er grasbrekka; liggr vegrinn ofan til fyrir neðan holtið inn með tjörninni, eins og myndin sýnir, mns. bls. 33: „konur sátu upp í brekkuna, þ>órdís systir hans ok margar aðrar“. Hút. bls. 151 er líkust mns. Tjörnin er vaxin hárri stör, einkum þar sem vatnið er utan með, enn þar sem þurrara er, er smástarungr; þannig er tjörnin öll skrúðgrœn á sumrum og gefr af sér frá 40—50 hesta, eftir því sem í ári lætr; er hún mjög falleg að sjá meðan hún er grœn. Við ofanverðan ytri enda tjarnarinnar er Vesteinshaugr eða þær leifar, sem sá- ust af honum ; stendr hann á mel, eins og þá hefir líka verið ; all- ar sögurnar komast hér rétt að orði: ms. bls. 101 : „ok ætlar at heygja hann í sandmel þeim, er inn horfir at seftjörninni fyrir neð- an Sæból“. Mns. bls 23 : „í sandmel þeim, er á stenzt ok Sef- tjörn fyrir neðan Sœból“. í Hút. bls. 144 er eins og í mns., nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.