Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 22
22
nú kallaðr Hólasundslœkr. J>ar er Htill pyttr eða pollr í lœknum
gagnvart Hóli, sem er 6 feta breiðr, og nokkuð meira á hinn veg;
eg kannaði þetta, og fann þar steina niðri, sem vott þess, að þar
hefði verið hlaðið; hvergi er annars staðar steina að finna í mýr-
inni. f>etta er því vissulega hið forna vatnsból frá Hóli. Síðan
rennr lœkrinn úr pollinum og í smábugum niðr slétta mýrina, alt
nær að túngarðinum á Sæbóli; verðr þar bugr á lœknum og
rennr hann niðr með túngarðinum; síðan rennr hann í krókum að
austanverðu við holtið, sem er við vestri enda Seftjarnarinnar, og
þá til sjávar. þ>vert vestr undan fjósinu á Sæbóli, lítið eitt neðar
enn bugrinn verðr á lœknum, hefir verið hið forna vatnsból frá
Sæbóli (sjá pl. I. mynd i.); á þessum stað er og enn tekið vatnið
úr lœknum á Sæbóli. Skal eg bera þetta saman við söguna, og
láta hana sjálfa tala, því hún segir hér vel og nákvæmlega frá:
mns. bl. 28: „Síðan koma boðsmenn um kveldit. Ok þykknar
veðrit; gjörir þá logndrífu um kveldit ok hylr stigu alla“ ....
„Hann (Grísli) tekr spjótit grásíðu úr örkinni, ok er í kápu blárre,
ok 1 skyrtu ok í línbrókum, ok geingr hann síðan til lœkjar þess,
er fellr á milli bœjanna, og tekit var neytingarvatn af hvorum-
tveggja bœnum. Hann geingr götu til lœkjarins, enn veðr síðan
lœkinn til götu þeirrar, er lá til hins bœjarins. Gisla var kunnig
húsaskipan á Sæbóle; því at hann hafðe gjört þar bœinn ; þar var
innangeingt í fjós“. Ms. bl. 112: „Um kveldit var á útsynnings-
veðr ok snæfall mikit; ok er náttar, fellr i logni ok drífr í stigu
alla“. Bl. 113: „Gísli var blárri kápu ok skyrtu ok línbrókum
ok skúo á fótum. Hann gengr út, ok til lœkjar þess, er fellr hjá
húsum; hann veðr eptir lœknum til götu þeirrar, er lá til hins
neðra bœjarins, ok ferr hann svá til húss. Gísli hafði smíðat bœ
þ>orgrírns. Hann gengr til fjóss“. Eg athugaði allan lœkinn
og kannaði dýpt hans; er nú á einstaka stað gróið yfir hann,
þannig að jarðvegrinn er sumstaðar kominn saman, enn hann
rennr undir; lœkinn þarf að stinga upp einstöku sinnum, ella
flóir hann yfir mýrina, ef hann stíflast, og hefir það auð-
sjáanlega verið gert; sést það á bökkunum beggja megin, að
hnausarnir hafa verið lagðir þar; er það nú orðið gróið. Eg hefi
sett með punktum veginn út að vatnsbólinu frá Hóli, og eins frá
vatnsbólinu að Sæbóli. sjá pl. I. mynd 1. Aðaldyrnar á fjósinu
hafa verið á eystra hliðvegg við hornið; þær sáust nokkurn veginn
greinilega. þ>að kemr og bezt heim við það, sem báðar sögurnar
segja, að Rannveig gekk út úr fjósinu i því að Vesteinn reið um
túnið fram hjá, og kendi hún hann, enn hann reið að austanverðu
við bœinn, sem fyr segir; hefði dyrnar á fjósinu verið hinum
megin, gat Rannveig síðr ha/a séð Vestein, enn að austan blasti
það við þegar 'nún kom út í dyrnar. Bilið milli skálahornsins og