Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 48
48 kemr, munar það 9 föðmum, og' það er of mikið á svo litlu ; eg mældi yfir hamarinn með tilbúnu dönsku máli, enn vera má að Ká- lund hafi mælt hamarinn að neðan, enn það verðr ekki séð; ham- arinn getr þó ekki orðið þar minni enn 16 faðmar, og þá munar þó um 6 faðma. í sambandi við þetta verð eg hér að taka fram, hvaða meiningu Kálund hefir um kleifarnar, þegar hann er enn fremr að lýsa Einhamri á bl. 560 og 561 : „Klettrinn er nú kallaðr Einhamar, sem fyr segir, enn það er þó ef til vill það réttasta að álíta, að það sé þessi staðr, sem í Gísla s. er nefndr „kleifarn- ar“, og að það, sem í sögunni er kallaðr Einhamar (Einhamar Gísla s. I. 70; II. 136) einungis hafi verið einstakr klettr í kleifunum; annars verðr það nefnilega ómögulegt að skilja, hvað pað se, sem sagan kallar kleiýarnar'-'-. 5>að er auðséð, að höfundrinn hefir bæði alveg misskilið þenna stað, og sögurnar í sambandi við staðinn. Til að komast hér hjá frekari málalengingu, skal eg láta það nœgja að segja, að það er jafnómögulegt, að Einhamar sé sama og kleifarnar, eins og að einn maðr geti verið tveir menn, eða einn staðr geti verið tveir staðir með stórthundrað faðma millibili; þetta er ljóst, af því sem hér að framan er sagt og sýnt, og því sem enn mun sagt verða. Eg hefi einungis tekið þetta fram vegna þess, að það er ekki þýðingar- laust, þegar sögustaðir verða þannig misskildir í vísindalegum rit- um, því það verðr alt á kostnað söguritaranna. Hitt er annaðmál, að ekki verðr ætlazt til þess, að alt slíkt geti orðið rétt, þó útlendr maðr og ókunnugr komi snöggvast á staðinn, með því hann hefir um margt fleira að hugsa. priðjudaginn 1. dgúst var stórrigning um morguninn, og hélzt það allan daginn, enn eg hafði þann dag nóg að skrifa og hugsa um. Miðvikudaginn 2. ágúst var gott veðr; þá ransakaði eg snemma um morguninn litla mannvirkið fyrir norðan ána ; það er eins og áðr er er sagt í stóru grashvolfi eða lægð, framan í þúfna- barði, í nokkrum halla, og alt niðr grafið, svo að ekkert sést fyrir veggjum að utan, nema litið eitt fyrir kömpunum, er stóðu fram. Ofan í þetta var djúp laut, rúm al. á dýpt. Eg lét hér grafa niðr ferskeytta gröf, eftir því sem mér sýndist vera innri brúnin af hleðslunni; fyrst var þykt grasrótarlag, og þá moldarlag; þegar niðr kom, rúmar 2 ál. fra yfirborði í kring, fann eg vott af ösku, og lítið lag af dekkra jarðlagi, sem líktist þvi, að það væri ein- hvers konar plöntulag fúið; síðan lét eg til reynslu grafa lengra niðr, nær al., og fann engin kennimerki; enn þá spratt hér upp vatn, enda kemr uppsprettulœkr undan barðinu fyrir neðan; gólfið hefir því auðsjáanlega verið þar sem askan og dökkleita lagið var; þetta lag leit út fyrir að hafa verið annaðhvort af því, að þakið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.