Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Qupperneq 43
43 ánna. Nyrðri áin er af sumum kölluð Tungná þar upp frá, þangaðtil hin áin kemr í hana, enn fyrir neðan ármótin heitir hún þó Botnsá, og það er víst hennar rjetta nafn upp frá lika, því hún er aðaláin. Kálund segir, að því er eg skil (bl. 560), að ármótin sé rétt fyrir ofan túnið í Botnþþar sem hanntalar um fylgsnin í sambandi við ána („lige ovenfor tunet pá Botn“). þ>annig er þetta þó ekki; langt er frá túninu upp að ármótunum, sjá hér að aftan við Árb. plata II. mynd i. Uppdráttr af Geirþjófsfirði. öll örnefni vóru týnd í Geirþjófs- firði, nema Auðarlboer og Einhamar, sjá pl. II. mynd 1. Skal eg nú fyrst tala um það fyrnefnda. Fyrir ofan túnið í Botni er lág brekka, sem liggr þvert frá ánni til norðrs; heiman til við brekk- una nær við ána eru fornar tóttir, sem enn i dag heita Auðarbær eða Gíslabær, pl. III. mynd 3, aftan við Árb. Hér eru tóttirnar stœkkaðar og sýndar eins og þær lýta nú út. Mannvirki þetta er í einu lagi eða samfast, og skiftist í þrjár tóttir, það er als 60 fet á lengd og 26 fet á breidd um miðjuna. Heimsta tóttin er 23 fet á lengd, að því er séð verðr, þvi fjárhúskofi hefir verið bygðr við endann á henni, og ef til vill stungið eitthvað af enda tóttarinnar í hann. Miðtóttin er níu fet á breidd, enn lengd hennar er breidd- in á mannvirkinu um miðjuna, þannig að hún eftir lögun sinni snýr þversum. Fremsta tóttin er 28 fet á lengd. Dyr heimstu tóttar- innar eru á miðjum hliðvegg, er að ánni veit; enn áþeirri fremstu út úr hliðveggnum sama meginn, rétt við hornið á miðtóttinni. Ut úr miðtóttinni sjást engar dyr, að því er séð varð; gólf miðtóttar- innar er jafnvel lægra enn á hinum, og þannig lagað, að viddin smámjókkar, og verðr að síðustu sem djúp laut í miðjunni. Allir veggir tóttanna eru digrir og mjög flattir út. Víða sést fyrir hleðslusteinum, og kampsteinarnir sáust og stóðu nokkuð upp úr. Mig langaði mjög svo til að ransaka þessar tóttir með grefti, því á því er hin mesta nauðsyn, enn það var mér með öllu ómögulegt; hér var ekki karla á heimilinu, nema bóndinn og gamall maðr, og þar að auki einn kvenmaðr veikr í bœnum, og yfir stóð hér að slá túnið, enn hér ekki í annað hús að venda, enda annarstaðar líkt ástatt. Að grafa upp þessar tóttir er margra daga verk1. Eg hefi ekki ástœðu til að efast um, að mannvirki þetta sé hinn forni Auðarbœr, þar sem nafnið hefir haldizt við, ekkert mælir á móti því, miklu heldr er það sennilegt, enda sýnir lögun og ásig- komulag tóttanna, að þær munu vera fornar; dyrnar út úr hliðinni á báðum þeim stœrstu, sem er einkenni fornra tótta. Margbreytt- 1) þegar eg fann síra þorstein Benidiktsson, sem þá hafði nýfengið Hrafnseyri, beiddi eg hann að sjá um, að þessar tóttir stœðu óraskaðar, að hvorki væri bygt ofan í þær, eða þær hreifðar á annan hátt; Botn er nefnil. kirkjujörð frá Hrafnseyri. þetta var það einasta sem eg gat gert, og að taka mynd af tóttunum, sem eg og gerði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.