Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 9
9
sagt með réttu, að úr því falli öll vötn til Dýrafjarðar, því þá liggr
dalrinn opinn fyrir, er því þessi staðr auðþektr, þá liggr vegrinn
niðr af heiðinni; sunnar eða þegar niðr dró af heiðinni, hefir það
ekki getað verið, því báðar sögurnar segja, og Hút. líka, að þeir
Vesteinn vóru komnir á Gemlufallsheiði þegar þeir heyrðu kallið
til húskarlanna og þá biðu þeir; þeir vóru því ekki farnir að fara
niðr af heiðinni, enda hefði húskarlarnir trauðlega náð þeim úr
þvf, er þeir vóru gangandi; þannig er þetta nákvæmlega orðað
og þessi staðr ákveðinn.
f>egar hér er komið, segir Vesteinn við húskarlana, að þeir
skyldi fara skemstu leið til Haukadals og segja Gísia og systur
sinni sína þangað komu, enn austmennina iætr hann snúa aftrheim
að Hesti; nú segir ms. bl. 103 : „Vesteinn ríðr nú et iðra um Dýra-
fjörð ; en húskarlar höfðu skip sem fyrr segir, ok urðu þeir miklu
skjótari. Vesteinn kemr til Luku frændkonu sinnar í Lambadal;
þat er innarla í firðinom ; hón lét flytja hann yfir fjörð .... Síð-
an var hann fluttr til }»illgeyrar, þar bjó sá maðr er pórhallr hét;
Vesteinn gekk þar til húss, ok lær hann honum hest. Vesteinn
hafði alt söðulreiði sitt ok reið við lirynjamii, hann hafði ok sitt
söðulklœði. þ>órhallr fylgir honum til Sandóss, ok býðr at fylgja
honum alt til Gfsla. Vesteinn kvat þess eigi þurfa, f>órhallr
mælti: „mart hefir síðan skipaz í Haukadal er þú vart þar næst,
ok vertu varr um þik“. Skiljaz þeir nú við þetta. Vesteinn ríðr nú
þar til er hann kemr í Haukadal, ok er á heiðviðri mikit ok tungl-
skin“. Nú segir mns. bl. 20: „Vesteinn ferr til Gemlufalls til Lutu
frændkonu sinnar ok lætr hón flytja hann yfir fjörðinn .... Hann
er fluttr til þ>ingeyrar“. Eg held það fyrra hljóti að vera réttara,
sem ms. segir með svo ákveðnum orðum, og mest af þeirri ástœðu,
að Vesteinn kemr svo seint út í Haukadal um kvöldið, og rfðr þang-
að við tunglskin, og þegar hann ríðr um tún á Sæbóli þá eru þau
Geirmundr og Rannveig að bæsa inn nautunum, og þegar þau
koma heim, sitja þeir }>orgrímr við eld. Hefði frændkona Vesteins
búið á Gemlufalli, sem er næsti bœr fyrir innan Lœkjarós, þar sem
húskarlarnir höfðu skipið, og er þar skamt á milli, þá hefði Ve-
steinn trauðlega látið þá fara á undan sér, og verið svo eftir flutn-
ingslaus yfir fjörðinn ; það sýnist alveg tilgangslaust, enda var lítill
krókr, þegar af heiðinni var komið, að fara að Gemlufalli og þaðan
út að Lœkjarósi. fessi Luta eða Luka hefir því eflaust búið inn í
Lambadal, sem er innarlega í firðinum •— eins og ms. segir — að
norðanverðu; frá Lambadal og út að pingeyri, á ská út og yfir
fjörðinn, er iJ/4 vika. Vesteinn hefir átt brýnt erindi inn að Lamba-
dal til frændkonu sinnar, annars hefði hann ekki farið þenna
langa krók. f>etta þarf þó ekki að vera nein hugsunarvilla íhandr.
af ms„ heldr getr það verið blátt áfram ritvilla: „Gemlufall* fyrir
1 b