Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 63
63
um og í sambandi við önnur landnám. Landn. s. bl. 140 : „Án
rauðfeldr, son Griir.s loðinkinna or Hrafnistu, ok Helgu, dóttur
Ánar bogsveigis, varð missáttr við Harald konung enn hárfagra,
ok fór því or landi í vestrvíking ; hann herjaði á írland, ok fékk
Grelaðar, dóttur Bjartmars jarls ; þau fóru til íslands ok kvomu f
Arnarfjörð vetri síðar enn Örn. Án var enn fyrsta vetr í DufailS-
dal; þar þótti Grelöðu illa ilmat or jörðu. Örn spurði til Há-
mundar heljarskinns, frænda síns, norðr í Eyjafirði, ok fýstist hann
þangat; því seldi hann Áni rauðfeld lönd öll miili Langanes ok
Stapa ; Án gjörði bú á Eyri, þar þótti Grelöðu hunangs iimr or
grasi. Dufan var leysingi Ánar; hann bjó eptir i Dufansdal.
Bjartmarr var son Ánar“ o. s. fr. Dufansdalr gengr út úr vestr-
hlíð Forsfjarðar; þar er einn bœr, sem hefir sama nafn. Langanes,
sem eg hefi áðr nefnt, er þá takmarkið á landnámi þessu að
sunnanverðu við Arnarfjörð, eða því landi, sem Án keypti af Erni.
Fyrir utan Stapadal, sem er utarlega í Arnarfirði að norðanverðu,
er klettr eða hamar við sjóinn, sem enn heitir Stapi; þetta er þvi
takmarkið á landi þessu að norðan, sjá hér að framan bl. 32, land-
nám Eiriks í Keldudal. Sléttanes heitir enn í dag yzt í Arnarfirði
að norðan, þar sem fer að beygjast inn í fjörðinn. Um landnám í
Arnarfirði að sunnanverðu og hið ytra segir Landn. s. bl. 139:
Ketill ilbreiðr, son jporbjarnar tálkna, nam Dali alla frá Kópanesi
til Dufansdals11. Kópanes heitir enn yzti tanginn milli Arnarfjarð-
ar og Tálknafjarðar; þar sem segir „Dali alla“, þá eru meintir
allir dalir að sunnanverðu í Arnarfirði, sem eru í þessu takmarki.
Yztir eru tveir dalir, sem heita Verdalir ; þeir eru óbygðir og er
þar veiðistöð; þá er Selárdalr, svo Fifustaðadalr, svo Austmanna-
dalr, svo Bakkadalr, svo Hringsdalr, svo Hvestudalr, svo Auffi-
hringsdalr, svo Bíldudalr, svo Otrardalr, og Dufansdalr inst; þá
er komið að landnámi Geirþjófs, sem fyr segir. Eg hefi þá talað
um öll landnám í Arnarfirði, samkvæmt Landn. s., og er öll
hennar lýsing rétt, og öll eða flest örnefni hafa sama nafn enn
f dag.
að eina, sem enn er eftir viðvíkjandi ransókninni f Gísla s.
hér vestra, er að tala um það svokallaða (xíslasker; í hvorugri
sögunni er nú reyndar nokkurt Gislasker nefnt, enn einungis talað
um sker það, sem Gísli kastaði út í; þetta er það eina verulega
atriði, sem sögunum ber ekki saman um, og er hér því nauðsyn-
legt að taka fram alt, sem báðar sögurnar segja. Ms. bl. 123—124
segir, þegar Gísli flutti sig alfarinn úr Haukadal inn í Geirþjófs-
fjörð : „Hann (Gísli) selr landit J>orkeli Eiríkssyni ór Keldudal, ok
tók fyrir lausafé þat er honum var mjök innan handar. Hann
fær sér skip, ok flytr fé sitt ok búferli brott þaðan. Kona hans
ferr með honum. þá fara þau út eptir Dýrafirði, ok svá vestr