Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 10
10
„Lambadal11. Bessastaðir, sem fyr eru nefndir, eru nú ekki bygðr
bœr, en utanhalt við Lœkjarós eru gamlar tótta rústir, sem sýna
að bœrinn mun hafa staðið þar, og er það samkvæmt sögunni.
f egar eg kom í Dýrafjörð, var fólkið að leggjast í bunka,
og sumir að deyja. Eg var fluttr frá Gemlufalli og yfir að f>ing-
eyri, var eg þar um nóttina.
Laugardaginn 15. júlí fór eg útí Haukadal og var þar mest-
allan daginn að skoða mig um, leizt mér þar vel á og sýndist þar
mjög samkvæmt því, sem sögurnar segja ; þar er sérlega fallegt
og alt láglendi grasi vaxið, og mikið undirlendi, því dalrinn er
breiðr ; skal eg síðar lýsa öllu sem hér að lýtr sem bezt eg get í
heild sinni. Um kveldið fór eg aftr inn að Júngeyri og var þar
um nóttina, því ekki var að hugsa til að fá menn til rannsóknar
að svo komnu, og ekki var einu sinni mögulegt að vera f Hauka-
dal sakir sjúkieikans.
Sunnudaginn 16. júlí fór eg inn á Hvalseyri (Valseyri) sjó-
veg, og factor Wendel með mér og hans menn; þangað er hérum
bil 1% vika frá f>ingeyri; Valseyri1 er að norðanverðu í Dýrafirði,
og er þaðan svo sem x\t vika inn í fjarðarbotninn; hún er mjög
stór, framt að því sem þúngeyri bæði að breidd og lengd, enn
nokkuð öðruvísi löguð. Ur fjallinu fyrir ofan eyrina gengr niðr
ákaflega djúpt og mikið gljúfra gil; fram úr því gili hefir
hlaupið ákaflega mikil grjótskriða, sem hefir breiðzt um mest-
an hluta eyrarinnar í mörgum kvíslum Og eyðilagt að mestu
öll mannaverk, sem þar kynni að hafa verið. Hlíðarnar
fyrir ofan eyrina beggja megin við gilið eru enn þá vaxnar
lyngi eða víði og smá skógi; eftir því sem mér sýndist til
að sjá, er þar sérlega fallegt landslag. Austan til á eyrinni er
töluvert svæði, sem ekki er enn eyðilagt; sjást þar enn leifar af
nokkrum fornum búðum. Ein af efstu tóttunum, sem sjást, er 36
fet á lengd, enn 22 fet á breidd; hún er mjög blásin enn sést þó
gerla fyrir hleðslu í veggnum; nokkru austar og neðar sést brot
af tveim búðuin við jaðar skriðunnar, sem eigi verða mældar sök-
um afbrots. Rétt fyrir neðan þessar búðir stendr tótt kringlótt,
með ákaflega þykkum veggjum og mikilli grjóthleðslu, einkum að
sunnanverðu; tóttin er mjög grafin niðr, þannig að dýpt hennar er
að innan 1 íji al., enn að utan eru veggirnir mjög lágir eða lítið
eitt upp hafðir; dyr tóttarinnar snúa í vestr ; þar fyrir innan er
þrep, sem virðist hafa verið haft til niðrgöngu í tóttina, sem sýnist
1) Eg nefni eyrina Yalseyri, eins og hún er nú köiluð í daglegu
máli; Ms. nefnir hana og þannig, en þar á móti nefnir Mns. hana
Hvalseyri, enn Hválseyri mun þó réttast, sem síðar skal nákvæmar
tekið fram.