Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 36
36 þetta munu vera 2 tóttir hvor við endann á annari, og sama gaflað- ið undir báðum; lengd allrar tóttarinnar 64 fet, og breidd 20 fet; dyr óglöggvar, með því tóttin öll er orðin lág. þessi tótt er sú yzta á þingeyri. Fyrir neðan alla þessa tótta-þyrpingu á þ>ing- eyri, og nær undan henni miðri, er seinna bygðr lítill kálgarðr; út undan ytri og neðri enda hans hefir verið lítil girðing, sem sýnist hafa verið kringlótt, enn innri partrinn af henni er þó undir kál- garðinum; hefir hann verið bygðr ofan á hana ; þvermál þessarar girðingar verðr þó nokkurn veginn séð, og hefir það verið nær 23 fet; veggir eru lágir og mjóir, að því er séð verðr. Fyrir utan þetta hringmyndaða mannvirki eru miklar tóttarústir margar sam- an, og snúa upp og ofan; veggir eru ákaflega þykkir, og í miðj- unni líkist það meira, eins og það nú lítr út, hrygg eða aflöngum hól lágum. fetta held eg sé fornar bœjarrústir, og að hér hafi jafnvel staðið hinn forni bœr, sem sagan talar um, og getr hann hafa staðið hér lengi fram éftir. Heimar á eyrinni, í túninu fyrir utan og ofan verzlunarhúsin, enn fyrir neðan tóttirnar, eru og aðr- ar miklar rústir, enn þær eru yngri enn hinar, og tóttirnar smærri, og snúa bæði langsetis og þvers um; ytri endi þessara tótta mynd- ar sem hól, sem eg held að sé gamall öskuhaugr. Als fann eg á ffingeyri 17 eða 18 tóttir eða mannvirki, sem líta út fyrir að vera einhverskonar búðatóttir1. Mál á öllum þessum tóttum er utanmál, þannig að mælt er út fyrir miðja veggi, og gert fyrir því, sem þeir kunna að hafa fallið út. þannig mæli eg jafnan. Eg hefi minzt hér að framan, bls. 14—15, á þenna þingstað, enn skal einungis bœta því við, að nafnið ffingeyrarþing kemr hvergi fyrir, það eg hefi orðið var við, nema á einum stað í Landn. s. bl. 150 neðanmáls, enn það er þó varla annað enn misritun fyrir jþórsnesþing, eins og stendr í textanum; þar er og nefnt fjórðungs- þing, sem kunnugt er að var í þórsnesi; enn þetta sýnir þó, að nafnið þ>ingeyrarþing mun þá hafa verið til, þegar þetta var ritað. í Hrafns s. Sveinbjarnarsonar er nefnt Dýrafjarðarþing, og mun þar meint f>ingeyrarþing, Sturlunga s. VI f>. 16. k., 1 b. bl. 181: „En þeir lögðu þat til, at hann bjöggi mál til á hendr þ>orvaldi ok þeim mönnum, er neytt höfðu af hvalnum, til Dýrafjarðarþings, ok sœki þar at lögum“. Og í 17. kap. verðr forvaldr sekr á þessu 1) Kálund segir bl. 574 neðanmáls, að Árni Magnússon tali um í bréfi til Hjalta prófasts þorsteinsonar (1727), að á þingeyri sé mjög margar búð- artóttir, og að hann hafi talið um 40, og að mikið af þeim sé sjálfsagt þingbúðir, Addit. 5 fol. Ekki veit eg hvar allr sá tóttafjöldi á að hafa verið á þingeyri, enn það er líklegt, að Arni hafi talið með allar þær tóttir, sem eg held sé bœjartóttir eða þesskonar, og þá talið hverja tótt útaf fyrir sig, þó þær væri margar samfastar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.