Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 57
57 átti hér að vega niðr fyrir sig. f>etta er því alveg rétt, og sýnir, að hér var einstígi upp; hér fyrir neðan er lítill flötr, og gott að standa, enn annarstaðar hallar niðr frá berginu, sem fyr segir. Nú sjá þeir Eyólfr, að þetta má ekki þannig ganga, þeir muni aldrei vinna Gísla á þenna hátt; þvi segir mns. þetta, sem bæði er fylst og réttast: „nú leita þeir sér ráðs“, þ. e. nú fara þeir að hyggja að betr, og ieita fyrir sér, hvort hvergi megi komast að Gísla annarstaðar, nefnil. að ofan frá ; nú hafa þeir því nokkrir farið inn fyrir hamarinn, og þar upp á hann—þetta lá beinast við, með því það var skemst, sjá myndina — og þá fundið þenna stað, sem eg hefi sýnt, og þá skipað sér til aðsóknar í tvo staði, og sótt að tveggja vegna. Eg skal geta þess, að klettastandrinn í heild sinni hefir ef til vill orðið heldr hár á myndinni, í samanburði við ham- arinn, þannig að hæðin af standinum og upp á brúnina sé of lítil, enn þess ber að gæta, að hæðin á þessu er töluvert meiri enn hún sýnist á myndinni, bæði vegna þess, að myndin varð ekki tekin nema frá miklu læg'ri stað, og þó einkannlega vegna hins, að á þessum stað beint upp frá klettinum hallar fram á brúnina, svo að hún er ekki skörp, og siðan er halli niðr á klettastandinn, eins og myndin sýnir, þannig að það gengr ekki beint upp, og þess vegna má hér komast; af þessum orsökum gengr þetta nokk- uð í sig, og sýnist lægra enn er. Frá þessum stað að ofan hafa getað komizt að til aðsóknar fleiri menn í senn, enn ekki hafa þeir komizt svo ofan á klettinn, að þeir næði til Gísla með 'sverðshöggum, því hér er bratt niðr, og rúmið lítið niðri fyrir, og þá ekki dælt að fara, þar sem Gísli stóð hér fyrir; þess vegna er það svo rétt, sem sagan segir tvisvar hvað eftir annað, að þeir hafi lagt til hans með spjótum; engri verulegri aðsókn annari enn spjótalögum hafa þeir getað komið við, hvorki að ofan né neðan. Hefði nú ekki þannig hagað hér til, myndi það ómögulegt, að Gísli hefði getað varizt svo lengi mörgum mönnum, sem var ein- vala lið að hreysti og harðfengi. þ>að var ofan eftir skorinni að Gísli hljóp, þegar hann hafði kveðið vísuna; — mns. segir blátt áfram, ofan af hamrinum — hér hefir þ>órðr frændi Eyólfs staðið efstr í skorinni, því áðr segir, að hann var annar sá fremsti í að- sókninni með Eyólfi; hafa þeir skift sér til aðsóknarinnar, bæði ofan og neðan. Hér segir, að þeir hafi dregið Gísla ofan og tek- ið af honum sverðið, og götvað hann þar í grjótinu ; þetta getr verið alveg rétt, því nóg smágrjót er undir hamrinum, enn eg skal þó minnast hér meira á síðar. þ>að er merkilegt, hvað ritari sög- unnar segir hér að endingu ; hann lýsir yfir því, að menn viti þessa atburði með sannindum ; þannig hefir það og reynzt, sam- kvæmt því sem hér að framan er sýnt. Nú skal eg bera þetta saman við ms., enn ekki er þörf að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.