Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 17
17
hún hefir: „fyrir norðan Sæból“. f>að er og rétt, því fyrir norð-
an er sama og fyrir neðan, eins og uppdráttrinn sýnir. Upp frá
ytri enda tjarnarinnar er Sæból, og heitir svo enn í dag, þó þar
hafi af öllum kennimerkjum að ráða alldrei verið bygt síðan f>or-
grímr eða Börkr digri bjó þar; túnið hefir verið slétt, enn er nú
með smáþúfum ; það liggr nær marflatt; fyrir mest öllum túngarð-
inum sést enn greinilega, þannig að það er víst, að hvorki eldri
eða yngri túngarðr hefir verið hlaðinn, því þá hlyti hann að sjást,
ekki síðr enn önnur kennimerki, að minsta kosti menjar hans, þar
sem harðr er jarðvegr. Túnið á Sæbóli er um 120 faðma á lengd
enn alt mjórra á hinn veginn; fyrir austan túnið er holt, sem
kallað er Sœbólsholt. Vestan til í túninu, nokkru ofar enn
i þvi miðju, eru þrjár tóttir fornar; þær snúa nær í norðr og
suðr; vestasta tóttin er 64 fet á lengd og 36 fet á breidd. £>étt
við norðaustrhorn þessarar tóttar er önnur tótt, sem þannig er
farið, að hornin ganga nær saman, þó lítið eitt á misvíxl; milli
hornanna eru 10 fet, sjá þessar tóttir stœkkaðar pl. I. mynd 2.
pessi tótt er 100 fet á lengd og 28 fet á breidd, að því er séð
verðr, enn sá galli er hér á, að mitt í vestra hliðvegg tóttarinnar
hefir verið bygðr fjárhúskofi, og nær annar endi hans nær því inn
1 miðja tóttina; hefir þar verið stunginn upp vestri hliðveggrinn
fornu tóttarinnar, og enda rifið upp grjótið í fjárhúsið. Fyrir öll-
um eystri hliðvegg tóttarinnar sést greinilega; einn bóndinn i
Haukadal sagði mér, að hann hefði rifið upp úr þessum hliðvegg
nokkra stóra undirstöðusteina, sem lágu djúpt, og sá eg þess merki.
Endar tóttarinnar eða gaflöð vóru greinileg, þó hafði verið bor-
inn haugr úr fjárhúsinu ofan á nyrðra gaflaðið, eða það sem að
sjónum snýr; þó sá eg á endann á því út undan, svo að eg er
þannig viss um lengd tóttarinnar; líka sást norðrhornið nokkurn
veginn glögglega, og þar af gat eg séð breidd tóttarinnar; eins
sást það lítið eitt i hinn endann. Að öðru leyti hefi eg táknað
vegginn með punktum, bæði þar sem fjárhúsið stendr, og eins þar
sem ekkert sást. Dyr á þessari tótt sáust glögglega; eru þær í
eystra hliðvegg rétt við norðaustrhornið, og var það auðséð, að
það höfðu verið höfuðdyr. Fyrir austan þessa löngu tótt er fer-
hyrnd girðing mjög regluleg með réttum hornum, hún er 45 fet á
hvern veg. Innan í þessari girðingu er lítil tótt, og ferhyrnd,
mjög regluleg, 21Y2 fet ^ annan veg, enn 21 fet á hinn; dyr á
þessari tótt eru á miðjum hliðvegg, er snýr að hinni löngu tótt.
Veggrinn á móti dyrunum er vel 6 fet á þykt, og langtum þykkri
enn hinir veggir tóttarinnar. Frá eystra vegg stóru tóttarinnar og
að girðingunni eru 11 fet, sjá pl. I. mynd 2. Allar þessar mæling-
ar eru utan til á veggina.
Eg ransakaði allar þessar tóttir, og skal eg skýra frá því nú
2