Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 47
47
Einhamar heitir svo enn í dag ; hann er einstakr klettahamar
að sunnanverðu í dalnum, út og upp undir hlíðinni frá kleifunum
að sjá; stendr hann í miklum halla og snýr nær út og inn; sér
framan á hann og þó nokkuð á ská frá kleifunum, og þess vegna
gengr hann nokkuð í sig, þaðan til að sjá, sbr. pl. III. mynd 2. Alt
er þar þakið þykkum skógi umhverfis hamarinn; að ofan úr hlíð-
inni er slétt fram á hann, og vaxið hrísi alt fram á brúnina, enn
að framan er hamarinn berg, og snarbratt niðr frá berginu, nema
á einum stað; skógrinn nær mjög svo upp undir hamarinn, nema
lausagrjót smátt er alt niðr hallann; tvær smáurðir eru þó á einum
stað hér fyrir neðan, og nokkuð langt frá berginu ; þær eru mjög
niðrsoknar, og standa skógarhríslur upp úr þeim ; það er því auð-
séð á öllu þessu, að þeir steinar eru ekki fallnir úr berginu síðan
á tíma sögunnar; hamarinn er því að öllu óumbreyttr síðan á þeirri
tíð. Fram úr Einhamri gengr stórt klettanef eða klettastandr með
sléttu bergi, alveg þverhnýptu að framan; stendr þessi klettr langt
fram úr hamrinum; að innanverðu eða til vinstri handar, gengr upp
gjá eða einstigi, sem liggr í bug; þar má fara upp á klettastand-
inn, og getr einn maðr farið senn; af standinum má komast upp á
hamarinn, sjá pl. II. mynd 3. (Einhamar eins og hann litr út að
framan, svo sem 50 faðma neðan úr skóginum). Einstigið eða gjáin
verðr ekki sýnd, því hún felst í skugganum vinstra meginn við
bergið. Hér framan í hamrinum upp á þessum klettastandi varðist
nú Gísli, því þar er það einasta og öruggasta vígi, sem hér getr
verið um að rœða; þetta verðr ljóst, þegar frásögnin i báðum sög-
unum er borin saman við hvernig hér hagar til, sem enn mun síðar
gert. Einhamar er 19 faðmar á lengd, þannig mældr, að eg lagði
málið yfir hamarinn frá enda til enda ; óhœgra var að mæla hann
að neðan frá berginu, bæði vegna hallans, og svo þess, að klettr-
inn skagar svo langt fram, sem fyr segir. Hæðin á berginu er um
12 ál., enn hamarinn sýnist þó hærri til að sjá, vegna hallans niðr
frá berginu. Kálund segir að Einhamar sé 30 ál. á lengd. £>egar
hann er að lýsa hamrinum, stendr bl. 560: „Gagnvart túninu, fyrir
sunnan ána, nokkuð hátt upp í hlíðinni, er klettr, sem stendr fram,
sem nú er kallaðr Einhamar; hann er um 30 ál. á lengd og 10 ál.
hár. Klettrinn skiftist í 3—4 srnáhamra, og er framan til og til
hliðanna svo hár og brattr, að einungis á einstöku stað er mögu-
legt að klifra nokkuð upp, til að ná með spjótalögum að þeim,
sem stendr upp á klettinum11. f>að er ekki hœgt að sjá, hvað hér
er meint; myndin sýnir, og það sem áðr er sagt, að alstaðar er
hœgt að komast upp á hamarinn, nema einungis að framan, að frá
teknum þessum eina stað ; eg fór upp á hamarinn hvar sem eg
vildi, á allar þrjár hliðar, og svo upp eftir gjánni, enn annarstaðar
að framan kemst enginn maðr. Hvað lengdinni á hamrinum við-