Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 1
Alþingi á þjóðYeldistímabilinu. Nokkrar athugsemdir um þingstörfin og þingstaðinn. Eftir Matthias Þórðarson. Samkvæmt lögsögumannsþætti í Grágás1 2) var það skylda lög- sögumannsins að segja upp að lögbergi »ef menn scolo eoma fýn til alþingis eN x. vicor ero af svmre« og samkvæmt »misseris tali« í 19. k. krist. 1. þ.8) »scolo x vikvr vera af svmri er meN koma til alþingis; í þingskþ. 61. k.3) er og ákvæði um að á leiðum skyldi m. a. segja upp »ef menn scolo fys coma a alþingi en x. vicor ero af sumri«, og í þingskapaþætti 23. k.4 *) stendur: »Goþar allir scolo koma til þings .v. dag vikv er ,x. uikur erv af sumri aþr sol gangi af þingvelli« og »þingheyiendr scolo koma eN .v. dag vikv til þings«, og að líkindum er ætlast til að þeir kæmu þann dag, eins og goð- arnir, áður sól gengi af Þingvelli; kæmu þeir síðar mistu þeir af þingfararkaupinu, nema þeir gengju í dóma eða bæru kviðu. Lög- legir þingheyjendur gátu menn samt verið þótt þeir kæmu ekki til þings fyr en eftir 3 daga, »drottins dag ín fyrra i þingi«. Eftir því sem Ari fróði segir í íslendingabók 7. kap.B) var þessi tími ákveðinn á alþingi árið 999 og byrjaði því hið merkilega þing árið 1000 viku síðar en verið hafði áður. Lögsögumaðurinn þurfti ekki að koma á fimtudaginn; segir í lögsmþ.1) »at lögsögo maðr er ut lagr iii. morc- om ef hann komr eigi til alþingis fosto dag ín fyaa aðr menn gangi til lögbergs at navðsynia lavso«. Það er því augljóst, að ekki verð- ur svo talið í raun réttri, að alþingi hafi byrjað á fimtudaginn í 11. viku sumars, þar sem hvorki lögsögumaðurinn né goðarnir né þing- heyjendur yfirleitt þurftu að vera komnir lögum samkvæmt fyr en 1) Kb. I. 208.-210. bls. 2) Kb. I. 37. bls. 8) Kb. I. 112. bls. 4) Kb. I. 43.-44. bls. 6) Útg. F. J. 10. bls. 1«

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.