Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 10
12 mönnum, sem um lögbergsgöngu hafa ritað, hafi ekki verið full ljóst hvað lögbergsgangan var eða hversu henni var háttað. Sigurður Guðmundsson segir í bók sinni Alþingisstað (bls. 41). »Það er skaði, að menn vita ekki með vissu hvernig lögbergsgaungunni hefir verið háttað, eða til hvers hún eiginlega heíir verið«, og Kr. Kálund segir í hinu ágæta riti sínu um ísland (1. B. I. 132. bls.) »som indledning til denne domstolsudforsel, der skulde tage sin begyndelse strax ved solopgangen1), má vel altsá lovbjærgsprocessionen være foregáet, der i ovrigt ikke nærmere omtales i loven, i det der kun i al kort- hed siges: »vi skal fare til lovbjærg i morgen og fore domstole ud til rydning««. Sömuleiðis hafa orðbókarhöfundarnir Eiríkur Jónsson, Guðbr. Vigfússon og Joh. Fritzner o. fl. litið svo á, að lögbergsgang- an hafi verið ganga til Lögbergs. Það virðist þó vera ljóst af þeim orðum, sem hér eru tilfærð á undan, upphaf 24. kap. þingskpþ. sbr. og yfirskriftina yfir þeim kapítula, að ekki getur verið minsti vafi á því, að lögbergsgangan var einmitt ganga frá Lögbergi og sú hin sama athöfn, sem verið er að lýsa í upphafi kapítulans og ákveða hversu fram skyldi fara, sem sé útfærsla fjórðungsdómanna til ruðningar8). Ef menn hefðu haft göngu (procession) til Lögbergs þá þurftu menn að ganga allir saman fyrst á ákveðinn stað og skipa niður fylking- ingunni; ákvæði þurfti að vera um staðinn þann, sem frá skyldi farið, og um niðurskipunina í fiokkinn, en þau eru hvergi. Menn hafa vitanlega gengið hver með sinn fiokk og hver frá sinni búð eða þaðan sem hann var staddur beint til Lögbergs, svo sem venja var til, og svo sem lögsögumaður hafði sagt: »vjer skulum fara til Lögbergs* *. Þar koma menn saman, þaðan var gengið. En þegar ákveðin er »procession« verður að tiltaka hvaðan hún leggur á stað, og hvar og hvernig henni er niðurskipað, það er nauðsynlegt. Hitt verður og að ákveða hvorttveggja hvar skuli gengið og hvert, þ. e. hvar skuli numið staðar, nema þeir sem ákveðið er að vera skuli í farar- broddi, ákveði það hvorttveggja, svo sem einmitt átti sér stað við lögbergsgönguna; lögsögumaður réð því að sjálfsögðu hvar gengið skyldi og hann átti beinlínis »at ráða og at kveða hvar hvergi dómr skalsitja«. — Vér álítum það fullkomlega víst að Lögberg hafi verið þar sem mannvirkið er enn á gjábakkanum lægri rétt fyrir norðan Snorrabúð8), og hitt jafn víst að fjórðungsdómarnir hafi setið venju- ') ÞesBÍ orð eru sprottin af röngum skilningi (að vorri ætlun) á orðunum „sva it síþarsta11 o. s. frv., sem síðar skal minst á nánar. *) I. B. I, bls. 111., efri greinina. *) Kr. Kálund: I. B. I. 131. bls. o. s. frv. Aarb. ’99, o. s. frv. — B. M. Olsen: Germanist. Abhandl. 137 o. s. frv. Sbr. og Guðbr. Vigf.: Sturl. II. 505. o. s. frv.; Corp. poet. bor. 496 n. 4; Orig. isl. 384 o. s. frv.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.