Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 15
17 lega mætti sitja á hverjum þeirra fernar tylftir manna1), en þrengst hefir eðlilega verið á insta pallinum, sem varð skemstur að ummáli. Nú sér hvergi votta fyrir lögréttupöllum þessum, ef til vill hafa þeir verið gerðir úr timbri. Haíi þeir verið úr torfi, má ætla að þeir hafi verið með timbursetum á, því að torfbekkir gátu ella orðið óhæfilegir að sitja á eftir regna). Raunar er gert ráð fyrir því í lögrþ.3) að lögréttan sé höfð inni »í kirkjo«, »ef veðr er ósvást úte«, sem oft má ætla að hafi komið fyrir. Þessi kirkja á Þingvelli er oftar nefnd. í sögu Ólafs konungs hins helga segir Snorri4): »Ólafr konungr hafði sent til íslandz kirkjuvið, og var sú kirkja gör á Þingvelli, þar er alþingi er; hann sendi með klukku mikla, þá er enn er þar. Þat var þá eftir, er íslendingar höfðu fært lög sín ok sett kristinn rétt, eftir því sem orð hafði til send Óláfr konungr«. Og í sögu Haralds konungs bróður hans, hins harðráða, í Flateyjarbók5) segir ennfremur: »Haralldr *) Lögrþ., Kb. I., 211. bls. *) A 16. öldinni var lögréttan i Oxarárhólma, en óvíst er hvenær hún hefir verið flutt þangað. Arið 1563 var leyft að færa lögréttuna úr hólmanum, því að áin var farin að ganga mjög yfir hann. Var lögréttan flutt árið 1579 (Or. Isl. I., 335. hls.) vestur yfir á og sett á hraunið milli árinnar og hallans (gjáhakkans eystri) rétt þar niður undan, sem hleðslan er á honurn (fyrir norðan Snorrahúð), þar sem allar likur eru til að verið hafi Lögherg. Upp frá því, eða meir en 2 aldir, var lögréttan þarna, fyrst að eins pallur til að sitja á undir berum himni, líkt og alla tið áður, og er til mynd af henni í Arnasafni (Addit. 11., 8vo) eins og hún var þarna þá. Síðar, 1691, var bygð lögréttubúð, tópt úr torfi og grjóti, og tjaldað yfir nm þingtímann með hvítu vaðmáli. Er hún mynduð þannig útlítandi á mynd af alþingisstaðnum, sem til er hér. Um miðja 18. öld lét Magnús Gíslason þáverandi lögmaður hyggja timbur- hús fyrir lögréttuna, ef lögréttu skyldi kalla, þvi nú var öldin önnur. Eftir Hákonarb. áttu þingmenh að vera 144, eins og lögréttumenn áðr, en í Jónsbók var tala þeirra ákveðin 84 og skyldu að eins þrennar tylftir sitja i lögréttu og dæma með lögmanni, — sama tala og áður hafði verið á fimtardómi ruddum, og líklega sama tala og á kinum forna alþingisdómi eða á fjórðungsdómadómendum til samans siðar, og sama tala og yfirleitt var í flestum dómstólum, i vorþingadómstólunum o. fl. Hinir skyldu að eins koma til þess að vera við og hlusta á, en máttu engan þátt taka í neinu á þinginn. 1764 kom út konungsbréf um að tala lögréttumanna skyldi vera 20 og skyldu þó ekki riða fleiri til þings af þeim en 10 hvert sumar og að eins 8 sitja í lögréttu, og 1777 fækkaði lögréttumönnum niður í 5, og 1796 verða þeir, samkvæmt tilskipun 1. júní það ár, að eins 4. Húsið hrörnaði og lögréttumönmjm og embættis- mönnum leiddist að hýma svo fáum úti; menn voru hættir að riða til alþingis og þar varð meira og meira tómlegt og óvistlegt. Tvö síðustu sumur aldarinnar var alþingið háð i Reykjavík, en siðan lagt niður. Sbr. I. B. I. 125—131 og ennfremur Bisk. s. J. H. I. 331—332 og Árh. 1904, 27—28; Rikisréttindi, 167. hls. 8) Kh. I., 216. hls. 4) Heimskr., útg. F. J., II. b., 272. bls. 6) 3. h., 344. hls., sbr. 415. blg., og ennfr. Formn. s. VI., 266. bls. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.