Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 19
21
tíða ura daginn. í Bandam. s. 10. k.1) er og getið um að þingmenn
gengi til aftansöngs á Þingvelli um miðja 11. öld. Tíðir þær, sem
hér eru nefndar, eru þá aftansöngstíð og að líkindum miðdagstíð.
Annars er óvíst hversu oft hafa verið sungnar tiðir í kirkju þing-
manna þá eða hinum fyrstu kirkjum yfirleitt, en hinar venjulegu
tíðir (horæ canonicæ) eru þessar:
prima, miðsmorguns tíð, prími, prím (kl. 6),
tertia, dagmála tíð (kl. 9),
sexta, miðdags tíð (kl. 12),
nona, eyktar tíð, nóntið, nóna (kl. 3),
vespera, aftansöngs tíð, aftansöngur (kl. 6),
completorium, nátt- (eða kveld-) söngs tíð, kveldsöngur (kl. 9),
nocturnum, óttu(söngs) tíð hin fyrri (kl. 12),
matutinum, laudes, óttu(söngs) tíð hin efri (kl. 3).
Oftast var óttusöngvunum slegið saman2 *), og náttsö'ng víst oft slept
eða slegið saman við aftansöng.
Auk daglegra tíðasöngva hafa sjálfsagt verið sungnar messur í
þingmanna kirkju á drottinsdögunum báðum (missæ publicæ et
solemnes de tempore), og á hinum heilögu messudögum um þing-
tímann: Jónsmessu skírara, Pétursmessu og Páls, vitjunardegi Maríu,
Maríumessu, sem hér var þess vegna nefnd Þing-Maríumessa, og
Seljumannamessu, hafa vitanlega og verið sungar messur (missæ de
sanctis). í Kristni sögu 11. kap.8) er einmitt sagt að sungin hafi
verið messa á Þingvelli krist)iitökusumarið (árið 1000), var hún
sungin á gjábakkanum eystri (lægri) upp frá Vestfirðingabúð, því
að þá var eðlilega ekkert tíðagerðarhús né kirkja á Þingvelli; Þor-
móðr hét sá er söng messu þessa hina fyrstu á alþingi, norskur
maður að líkindum, sem Olafur konungur Tryggvason hafði fengið
þeim Hjalta og Gissuri. »Þar vóru vij menn skrýddir, þeir höfðu
krossa ij« og »revkelsi á glóð«. Þessi messudagur hefir verið sunnu-
dagurinn í 11. viku sumars4); telst mönnum til að hann hafi þá
borið upp á 23. júní og hefir þá verið Jónsmessa næsta dag, þegar
kristnin var lögtekin. — Löngu síðar, sumarið 1120, er í Sturl.,
Þorgils sögu og Hafliða 16. k.5 *) getið um Pétursmessu-helgihald á
alþingi og sagt hversu menn söfnuðust saman, hvar hver flokkur
>) Utg. 1850, 32. bls.
2) Sbr. orðabók Job. Fritzners (óttusöngr).
s) Bisk. s. I., 21. bls.
‘) Sjá athugasemdirnar neðanmáls i Bisk. s. I., 20.—21. bls., og ennfr. Safn
I. b., 433,—134. bls.
s) Útg. Guðbr. Vigfússonar I., 24. bls.