Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 21
23
skyldu fara út, en samkv. áðurgreindum ákvæðum hefir annar dagr
viku (mánudagur) hinn fyrri í þingi verið álitinn sjálfsagður og
venjulegur útfærsludagur. Svo sem sagt var hér að framan, kemur
sól á gjábakka hinn hærra, frá lögbergi, úr lögsögumannsrúmi, að
sjá, um kl. 2 e. h. Samkv. Nj. s. 121. k. 24.—29. I.1) skyldu dómar
fara út til sókna á þinginu 1011 »föstunáttina« eða »föstukveldit«;
það er ekki í móti ákvæðum Grágásar að dómar færu út föstudagurcra,
en að segja að þeir skyldu fara út föstukveldit eða íöstunáttina, sem
vafalaust merkir fimtudagskvöldið (eftir kl. 9) og nóttina milli fimtu-
dags og föstudags, virðist vera í mótsögn við áðurgreind ákvæði,
um að dómar skyldu út fara »eigi síðar en sól kemur á gjábakka
hinn hærri frá Lögbergi, úr lögsögumannsrúmi að sjá«, þ. e. um kl.
2 e. h. Mun þannig tekið til orða í sögunni af þvi að dom-
arnir voru úti til sókna föstukveldið og föstunóttina. Þeir hafa því
sennilega farið út til sókna d þessu þingi fimtudaginn í 12. viku
sumars, og eigi síðar en sól kom á gjábakka úr lögsögumannsrúmi
á Lögbergi að sjá. Þegar dómar voru færðir út hafa menn gengið
frá Lögbergi og austur yfir á, til þeirra staða, er lögsögumaður hafði
ákveðið við lögbergsgönguna, þegar dómarnir voru færðir út til ruðn-
ingar — þá ákvað hann, »hvar hvergi domr scal sitia« (sjá hér að
framan). Lögsögumaður hefir líklega gengið á undan, og síðan goð-
arnir með dómöndum sinum, hver fjórðungsdómur fyrir sig og i
þeirri röð, sem lögsögumaður ákvað, en með hverjum fjórðungsdómi
þeir menn, er þar skyldu með sakar fara, og hver þeirra með sínum
mönnum, sem samkvæmt fyrgreindu ákvæði máttu ekki fleiri vera
en 10. Svo sem fyr var sagt, má því svo segja, að þetta væri
»procession«, en af auðskiljanlegum ástæðum var hún að vissu leyti
takmörkuð þannig, og mun þó hafa verið ilt að neita nokkrum um
að fylgjast með henni eða ganga á eftir henni; þess eru enda nokk-
ur dæmi í sögunum, að dómunum var hleypt upp, dómendur hindr-
aðir í að dæma, svo sem á þinginu 999, er dæmt var um goðgá
Hjalta Skeggjasonar, og hann var dæmdur sekur fjörbaugsmaður, og
á þinginu 1120 er Þorgils Oddason var ger sekur skógarmaður2). I
bæði þessi skifti varð að setja dómendur niður á ný og á óvenjuleg-
um stöðum, sem auðveldara var að verja, nefnilega öxarárbrú og
á milli gjáa austur á hrauninu (Spönginni?). I Grágás, þingskþ. 41.
k.*), er gert ráð fyrir að þetta kunni að koma fyrir: »Ef þeir (o.
dómendur) vm sitia eigi fyrir ofriki þa scal sa er sócn hefir reifða.
‘) Isl. s. III., 628.-629. bls.
’) Saga Þorg. o. Hafl. 18. k.; 25.—26. bls. i Sturl. I., útg. Guðbr. Vigf.
s) Kb. I.. 72. og 74.