Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 29
31 kviðir, ljúgvætti, meinsæri, mútumál o. fi. Af þessu leiðir að fimtar- dómur hefir orðið að vera úti til sóknar, ekki að eins jafnlengi og sá fjórðungsdómur er lengst sat, heldur jafnvel helzt nokkru lengur, svo að mál þau er óútkljáð voru (vefangsmál) í fjórðungsdómunum og mál sem risu upp við þá, mættu þegar lúkast í fimtardómi. Sam- kvæmt því er hér var áður sagt, mátti þó beiða dóins út af fjórð- ungsdómum og fimtardómi síðar, um sakir er gerðust á þinginu, þótt dómur hefði ekki geta orðið dæmdur, sakirnar t. d. ekki gerst enn, þegar dómendur fóru út í fyrsta sinni. »Ym sacir þær allar er her hafa gerz a þingi þa scal beiða doms vt meþan osagt er misseris tal up« (þingskþ. 47. kap.1). í Njáls sögu 142.—44. kap. er frásögn m. a. um sakir, sem ger- ast að Austfirðinga-dómi, mútumál, þingsafglöpun og í annan stað véfang; sakar sækjandi og verjandi stefna hvor öðrum um þingsaf- glöpun, og verjandi (að minsta kosti) hefir víst stefnt dómendum í fimtardóm fyrir að hafa dæmt ólög, — þeim sem dæmt höfðu Flosa sekan. Þessar stefnur að Lögbergi fara fram þegar í stað, og fimt- ardómurinn tekur til að dæma um málin strax eftir að sökunum hafði verið lýst að Lögbergi, er þetta alt í fylsla samræmi við ákvæðin í þingskþ. og það sem hér hefir sagt verið. Það var ætíð hægt að lýsa sökum að Lögbergi; eru engin ákvæði um það í þingskþ. hvenær dagsins eða þingtímans menn mættu stefna mönnum þar eða lýsa sök á hendur þeim; en annað mál er það, að tíminn til að lýsa sökum, sem áttu að dæmast samsumars, var, eins og áður var sagt, ákveðinn, svo að gagnslaust var að lýsa t. d. sökum til fjórðungsdóma eftir þeir höfðu verið færðir út til sóknar — öðrum en þeim sem gerst höfðu á þingi. Til er ákvæði um það í þingskþ. 32. kap.2). hversu margir skyldu vera viðstaddir er lýst var: »Hvergi scolo færi menn hia ef maðr stefnir at lög- bergi. eða lysir sacar eN .xx. nema omaga sacir«. Undir sumum kringumstæðum að minsta kosti átti lögsögumaður að vera við er sök var lýst3), en ekki mun það hafa verið nauðsyn altaf. Vér verðum ekki varir við nein ákvæði í Grágás, er benda á að fleira hafi fram átt að fara þennan dag, en viðv. næsta degi er margt tekið fram. Miðvikudagurinn i 11. viku sumars, sem var síð- asti dagur þeirrar viku, »miðvikudagur í mitt ]nng« er hann venju- lega nefndur í Grágás, var lögákveðinn gjalddagi fyrir ýms gjöld, ‘) Kb. I., 83. bls.: Bbr. Stbb. 353. bls. *) Kb. I., 58. blB. *) Kb. II. 76. og 220. bls. Sthb. 100., 411.-12. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.