Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 39
41 í Þerney 1269, »kantara kapa« (D. I. II. 63); á Búrfelli er og a. á. talin ein kápa; næsta ár eru nefndar 3 í Vallanesi (D. I. II. 83) og aðrar 3 i Holti (D. I. 11.85; sbr. 681, 4 eru þær 1332); 1274 eru á Helga- felli taldar 9 (D. I. II. 116), en þar var klaustur. — 1378 eru tald- ar þar 8 kantarakápur hinar betri og 6 hinar léttari (D. I. III., 328) og 1397 eru sagðar vera þar 13 kantarakápur (D. I. IV. 169). Væru margir máldagar til frá 13. öldinni, mætti því ætla að í þeim væru nefndar víða kantarakápur. Þær eru nefndar oft mjög í máldögum frá næstu öld, hafa verið til við mjög margar kirkjur og margar við sumar, t. d. á Grenjaðarstöðum 1318 (D. I. II. 433) 8: »ij baldur- skijnskapur. ij peltzkapur. iiij verre«; — til enn 1391; sama ár (1318) 4 í Grímsey (D. I. II. 442), Saurbæ í Ef. (D. I. II. 451) og Völlum (D. I. II. 455); 1332 (og enn 1371) eru 7 á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð (D. I. II. 687), 8, »og ij myrkbláar litlar* að auk, i Odda (D. I. II. 691), Gunnarsholti og Keldum 4 (D. I. II. 692—3) og Holti sömuleiðis (D. I. II. 681). — Við nokkrar kirkjur eru taldar 3, við margar 2 og við mjög margar er 1. Verður að nægja hér að vísa til Fornbréfasafnsins (D. I. II. o. s. frv.)'; má eftir registrinu finna alla máldaga er nefna kantarakápur. Við klaustrin eru margar: Viðeyjarklaustur 1367 eru taldar «viij kapur hinar betre. oc xiij hinar lettare (D. I. III. 213) við Helgafellsklaustur 1378 eru 8+6 svo sem sagt var og 1397 eru nefndar þar kantarakápur xiij, og sama ár eru taldar í Kirkjubæjarklaustri jafnmargar (D. I. IV. 238). Á 15. öldinni er talinn mesti fjöldi af kantarakápum; 1408 eru taldar 6 í klaustrinu á Stað i Reynisnesi (Reynistað), sem var þó nunnuklaustur (D. I. III. 717); 1480 og 1488 eru taldar 7 í Odda (sbr. hér áður). Á fyrra helmingi 16. aldarinnar eru þessar taldar í Sigurðar registri (D. I. IX. 305 etc.) við klaustur og kirkjur ýmsar fyrir norðan: í Munka-Þverár klaustri: Kantarakapur .xiij. ein af þeim ovigd; í Þingeyra klaustri: ix. cantarakapur; í Möðruvalla klaustri: kapur xij; á Grenjaðarstað: kápur .iiij. gamlar, á Mel(stað): ein cápa og ij vondar; í Laufási voru 2, Múla og Völlum 1. Langflestar hafa þó kápurnar verið til við dómkirkjurnar báðar. Því miður eru engar skrár til lengur um messuskrúða Skálholts dóm- kirkju fyrir siðaskiftin, en 2 eru til frá Hóla dómkirkju frá 14. öld- inni og ein frá 15. (1500) og enn 2 frá 16. öld (í Sigurðar-registri), nefni- lega þegar Jón biskup Arason tók við staðnum (1525), og þegar hann var liflátinn (1550). Hin elzta skráin er frá 1374 (í D. I. III. 288); eru þar taldar (kápur flm tigher og tvær« til samans, »hinar betræ ok lettare». Næsta skráin er frá 1396 (í D. I. III. 611) og eru þá 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.