Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 42
44
hálfkringlunni) því víðast hvar um 55” (144 cm). Jaðar kápunnar að
neðan, hálfhringurinn, er 7 ál. (4,4 m) að lengd, en ætti víst að vera 5
þuml. lengri, ef hann væri réttur og fullur hálfhringur við fram-
jaðarinn á borðunum, sem er eins og áður var sagt 110 þuml. Hún
er þannig sniðin, að hver helmingur er saumaður úr jafnmörgum
hlutum og svarar hver hluti annars vegar til annars, sem eins er
að stærð og lögun, hins vegar, en saumur er niður eftir miðju baki.
Á börmunum eru beggja vegna útsaumaðir borðar eða gullhlöð
(aurifrisiœ), og verða þau að framan er kápan er lögð yfir herð-
arnar, en fyrir miðju er skjöldur, útsaumaður eins og borðarnir, og
verður hann aftan á hálsi og nær niður á bakið; skal þessu lýst
nánar síðar. Borðarnir eru saumaðir framan við fluélsyfirborðið, en
það gengur nokkuð inn undir skjöldinn, og er hann laus við að
neðan, en fest efst og um miðju. Undir skildinum sérstaklega er
svart léreftsfóður og undir borðunum og skildinum hefir innan á
hvíta léreftsfóðrinu, sem er undir allri kápunni, verið sett, vist upp-
runalega, rauðleitt léreftsfóður, sem er jafnframt brydding á allri
kápunni að framan. Fluélsbútarnir eru þannig sniðnir í hvorum
helmingi kápunnar (sbr. myndina): fremst mjór þríhyrndur geiri,
mjór upp og er oddurinn efsti sérstakur og saumaður við; síðan
dúkur með allri breidd fluélsins, 21Va” (56,2 cm) milli sauma, —breiddin
á dúkunum er hér um bil 1 Hamborgar-alin, — og ámóta dúkur
verður aftast, við baksauminn, en neðst verður þríhyrnt bil á milli
þeirra, og eru í því þeir þríhyrndu bútar 2, sem skárust af hornun-
um á aðaldúkunum þar sem þeir voru saumaðir saman; er flosið í
þríhyrningunum því móthverft flosinu á aðaldúkunum, en með þessu
sparaðist allmikið efni; flosið í aðaldúkunum horfir út (eða niður)
á við. Við aftari dúkinn er aukið efst litlum ferhyrndum bút, sem
gengur að mestu upp undir skjöldinn; við baksauminn hafa enn-
fremur sniðist hornin af bakbútunum og þar aukið í litlum geirum.
Saumarnir flestir sjást á meðfylgjandi mynd.
Fluélið i kápu þessari er einkar fallegt og sterkt; heflr það
haldist furðanlega vel svo langan aldur. Það er einstaklega vel unnið
og aðdáanlegt verk á því, er að er gætt að það er auðvitað oflð í litlum
og einföldum vefstól. Hið listmesta og dýrmætasta á kápunni eru
þó borðarnir á börmunum og skjöldurinn. Borðarnir eru báðir jafn-
langir og jafnbreiðir, 48” (125,5 cm) að lengdogö1/*” (16,3 cm) að breidd.
Þeir eru úr þykkum striga og er léreft yfir honum, en það er al-
þakið mjög skrautlegum útsaumi, og eru sporin í gegnum léreftið og
strigann. Undir striganum er aftur gisinn strigi sem fóður, en innan
undir honum kemur svo kápufóðrið og innan á því aftur lérefts-