Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 44
46 Barbara var dóttir auðugs manns heiðins, er Dioskurus hét og átti heima í Heliopolis á Egiptalandi á dögum Maximianusar keisara. Hún tók kristna trú. Faðir hennar lnkti hana í turni svo að fegurð hennar sæist ekki. En er hann vildi gifta hana og hún skyldi velja meðal biðla sinna, vildi hún engan þeirra eiga. Faðir hennar fór burtu í fjarlæg lönd og lót smíða sór höll á meðan. Norðan á höllinni vildi hann láta vera 2 glugga, en hún fókk smiðina til að hafa þá 3, og skyldu þeir merkja hina heilögu þrenningu. Faðir hennar reiddist henni mjög og vildi drepa hana, en hún komst undan og flýði til fjalla. Hann fékk þó náð henni og setti hana í fangelsi á fjallinu. Síðan gerði hann landsstjóranum orð og bað hann neyða dóttur sína til blóta. Landsstjórinn lót pína hana og setja í myrkvastofu, en englar komu og færðu henni sakramentiö í bykar og græddu hana jafnan eftir píningarnar. Landsstjórinn tók hana þá aftur úr myrkvastofunni og setti faðir hennar hana aftur í fangelsið á fjallinu. Barbara bað þá guð um að mega enda þar líf sitt Bæn hennar varð uppfylt, því að faðir hennar hjó hana banahögg á þeim sama stað. En er hann fór niður af fjallinu kom eldur úr lofti og brendi hann svo að hann varð að engu. En heilagur maður kom og tók Kk Barbaru og gróf það í Heliopolis. A þetta að hafa orðið um 300 (306). Hennar dagur er 4. desember. A hana er gott að heita gegn háska af eldingum, púður- sprengingum o. s. frv., og verður hún vel við bænum námamanna og her- manna í stórskotaliði. Neðsta myndin á hægra borðanum er af annari fagurri og ungri konu; hún hefir kórónu á höfði, slegið hár, ber gulrauða skykkju og bláan kyrtil. Sverð ber hún í vinstri hendi og fyrir fótum henni liggur brot af gaddahjóli, en eftir þessum einkennum er konan Katrín Mn helga frá Alexandríu. Hún lifði um sama leyti og Barbara helga, á dögum Maxentiusar keisara, og andmæiti hún blótum hans. Hún var konungsdóttir og hafði faðir hennar heitið Kosti; afarfögur var hún sýnum og auðug mjög, en ung að aldri. Keisari fékk til 50 spekinga að sannfæra hana um heilag- leik heiðinnar trúar, en hún bar hinn hærra hlut í rökræöunum, því að hún var mjög lærð; sneri hún spekingum keisara til kristinnar trúar og voru þeir þá allir að boði hans teknir og brendir á báli. Keisari vildi lokka hana til sinnar trúar með því að gera hana að drotningu sinni, en er hún lét ekki laðast af fagutmælumjhans og bónorði, lét hann setja hana í fangelsi og hóta henni píningum. Alt kom þó fyrir ekki og var hún stöðug í siuni trú. Keisari lót þá gera hjól með göddum eða hnífum út úr og ætlaöi að láta stegla hana með þeim, en hjólin brotnuðu í sundur og ieið Katrín laus úr böndum; segja sumir að englar hafi komið og höggvið sundur hjólin, en aÖrir að þau hafi orðiö lostin eldingum af himni. Loksins var hún hálshöggvin með sverði og á það að hafa verið árið 307. Ártíö hennar er 25. nóy. Englar tóku burt líkama hennar og lögðu f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.