Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 48
50
Kristur á hásæti í miðju, María krýpur við hægri hlið og jóhanneS
við vinstri, og eru nöfn þeirra letruð fyrir neðan; — englar fljúga um-
hverfis með krossfestingaráhöldin, hamar, kross, spjót, njarðarvött á
stöng, og við höfuð Krists er sverðið vinstra megin, en naglarnir
hægramegin. — Á skildinum á kápunni eru tveir fljúgandi dómadags-
englar með básúnur, sinn þeirra hvoru megin við Krist efst á skild-
innm, en neðst á skildinum eru 3 menn, kona í miðju með slegið
hár; sjást þau vera að rísa upp úr gröfum sínum og fórna höndum
upp til himna. Þessar 5 síðast nefndu myndir eru margfalt minni
en hinar 3 fyrnefndu aðalmyndir og á það máske að tákna fjarlægð-
ina á milli þeirra. — Sárin öll eru sýnd á Kristi. Kápa hans sýn-
ist hafa verið bleikrauð, en myndin er mjög slitin. Út frá andliti
(munni) hins réttláta dómara gengur grein (sigurpálminn) til hægri,
en sverð (réttlætisins refsitákn) til vinstri. — Umhverfis skjöldinn
yzt, til beggja hliða, er köflótt kögur, rautt, hvitt og dökkbrúnt.
Skjöldurinn er 14 þml. (36,6 cm) að breidd og 1372 (35,3 cm) að lengd.
Á milli efstu mynda borðanna og skjaldarins verða auð bil efst
á borðunum, um 2 þuml. breið. Á hægra borðanum er þetta bil
klætt rauðu silki óspunnu, en yfir það lagðir gullnir þræðir, hvor
yflr annan á ská, og bil á milli, og sömuleiðis er á vinstra borðan-
um, en á honum er haft blátt silki; kemur þessi litabreyting af því,
að súlnahliðið á efstu myndinni hægra megin er blátt, en á efstu
myndinni vinstra megin er það rautt. Þessi bil, eða efstu kaflar af
borðunum verða á öxlunum þá er kápan er borin, og stoðaði lítið að
hafa þar myndir. Þeir hafa slitnað mjög og trosnað, einkum vinstra
megin, og hafa því einhvern tíma meðan kápan var á Hólum verið
saumaðar bætur ofan á þá. Á þessum bótum eru gullsaumaðar
dýrlingamyndir eins og sjá má á mynd þeirri af kápunni, sem hér
fylgir með, en þessum bótum heflr nú verið sprett af. Eru þær
einkar merkilegar og yrði of langt mál að skýra hér frá þeim í
þessu sambandi; önnur myndin er af Pétri postula, en hin af Þor-
láki biskupi helga; bæturnar hafa verið spaðar á endum stólu og
handlíns á Hólum (nú á Þjms. nr. 6028, sbr. skýrsluna hér á eftir).
Nú er kápan bundin saman að framan með rauðröndóttum ullar-
böndum; voru þau saumuð á hana hér í Reykjavík fyrir 20—30
árum, en áður voru á henni litlir krókar, sem líklega hafa ekki
verið upprunalegir. Hefir vafalaust verið á henni skrautlegur skjöld-
ur eða kringla (»flingja«) að framan, úr gulli eða silfri; ef til vill
er átt við þennan skjöld með »hnappi« þeim sem í úttekt Hóla-
dómkirkju 1569 (sjá 54. bls) er sagt að þá þegar sé *úr«. Máske