Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 61
t Hvar voru Ottarsstaðir? Svo segir í Hallfreðarsögu, 3. kap.: »Ok eptir þat réðst Ottarr suðr i Norðrárdal ok bjó fyrst á Óttarsstöðum«. En hvar voru Ott- arsstaðir? Það bæjarnafn er týnt. Getið hefir verið til, að hann hafi verið í Sanddal þar, sem heitir Sauðafellssel. Sanddalur er af- dalur Norðurárdals og er Sauðafellssel innst í botni hatis. Þar eru seljarústir en eigi forntóftir, svo greint verði. Aftur segir í sömu sögu, 10. kap.: »Gríss .... reið um varit til Hreðavatns, því þeir Galti ok Hallfreðr bjuggu þar þá«. Hafa þeir fiuzt þangað frá Ott- arsstöðum, líklega í lifanda lífi Ottars, því svo segir, að hann byggi »fyrst« á Ottarsstöðum. Bendir það til þess, að á Ottarsstöðum hafi bygð eigi haldist lengi, en lagst niður þá er þeir Ottar fóru þaðan og líklega af sömu orsök, sem kom þeim til að flytja burt. En þótt bærinn sé eyddur og nafnið týnt, þá væri þó ætlandi að rúst hans sæist, eða leyfar af henni einhverstaðar í Norðurárdal. En eru nafn- lansar fornrústir þar að finna? Því má svara játandi. I Árbók Fornleifafélagsins 1908 hefir Sigurður á Haugum skýrt frá nafnlausri fornbæjarrúst í Kiðhúsamóa. Sá staður er raunar nú í Laxfosslandi. Og Laxfoss er ekki í Norðurárdal. En þess er að gæta, að Kiðhúsa- mói er í þeim hluta Laxfosslands, sem efstur er og næst Hreðavatns- landi og getur eftir landslagi talist að liggja í Norðurárdal. Og þeg- ar bærinn var þar, hefir Laxfoss ekki átt landið. Mun Hrauná þá hafa ráðið landamerkjum. Hún rennur úr vatninu (Hreðavatni) til Norðurár. Þar eru landamerki eðlilegust og þangað er eðlilegast að telja minni Norðurárdals ná. Ekki er að marka þó Laxfoss eigi nú land fyrir ofan ána. Landamerki hafa breyzt víða af ýmsum orsök- um, sem margar eru gleymdar. Og Laxfoss á nóg land annað, svo bygð gat verið þar komin, þó bygð væri lika á þeim stað, sem nú heitir Kiðhúsamói. Sumarið 1910 kom eg á Kiðhúsamóa og bar lýsingu Sigurðar og uppdrátt saman við rústirnar og landslagið. Sá eg að hann hafði náð tilgangi sínum: að gefa rétta yfirlitshugmynd um það, er hann lýsti. Á hann þökk skilda fyrir. Dálítilli skýringu skal eg bæta við:

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.