Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Page 62
64 Ásinn, fyrir ofann móann, er suðurhorn á hraunlausri landspildu, er liggur milli austurhluta og vesturhluta Grábrókarhrauns. Spildan er eintómir balar og lautir, grasi og skógi vaxin. En grjót gægist víða út. Hún nær upp undir Grábrók. Það er eldgígur í tvennu lagi og er hinn eystri miklu stærri. Ur honum heíir austurhraunið komið; það er helluhraun bungótt og lægðótt, grasi og skógi vaxið víða, svo takmörkin railli þess og hraunlausu spildunnar eru ekki glögg í fljótu bragði. Gæti eg trúað að það hraun væri eldra enn íslands bygging, án þess eg fullyrði neitt um það. Á Grábrók sjálfri sést ekki annað en að báðir gígarnir séu jafn ungir. Mun eldri gígurinn hafa ælt leðju utan á sig þá er hinn yngri brann. Vesturhraunið hefir komið úr hinum minni, vestari gíg. Það er unglegt, hefir eigi gróður nema grámosa, utan hvað skógur er farinn að teygja sig upp í brúnir þess hér og hvar, og er það aðeins byrjun. Það beygir sig að norðan og vestanverðu utan að hinni hraunlausu spildu, sem Kið- húsamói er syðst í. Hefir það gengið þar svo nærri, að mér þykir ólíklegt, að bær hefði verið settur þar, eftir að það kom. Svo kreppir það að. En líklegt er að þar, sem það liggur nú, hafi áður verið engi meðfram vatninu og ánni. Og þá gat hér verið góður bær, áður en það kom. En full orsök var til, að hann legðist í eyði þá er það kom. — Bæði liraunin heita einu nafni Grábrókarhraun. Að þessu athuguðu leyfi eg mér að geta þess til: að Ottarsstaðir hafi verið þar, sem nú heitir Kiðhúsamói (Sigui'ðui' á Haugurn hefir skýrt tildrög þess örnefnis); og að vesturhraunið hafi brunnið þá er Ottarr bjó þar og þess vegna hafi þeir feðgar flutt bygð sína þaðan að Hreðavatni. B r. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.