Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 68
Skýrsla
um viðbót við Þjóðmenjasafnið árið 1910.
[Tölumerki hlutanna, dagaetning við móttöku þeirra og nöfn þeirra manna, er
þá hafa gefið suma, eru prentuð framan við].
ÞjóðmenningarsafniB.
5905. 5/i
5906. 9h
5907. —
5908 a-b. a/2
Dr. Jón Þorkelsson, skjalavörður: Bókarkápa gömul
úr skinni með bækispjöldum, af Dihlers Reisupostillu
(Skálholti 1690); með allmiklu verki, þryktu.
Skírnarfat úr messing, þverm. 40,6 sm., fremur grunt.
Á miðjum botni er konumynd sitjandi, með blómsveig
í vinstri hendi og grein í hægri, en umhverfis tvær
leturlinur, í hinni innri: EWISHNBI RAH---- endur-
tekið þrem sinnum, og í hinni ytri: ICH BART GELVCK
AL ZEI(T), sem stendur 4 sinnum alt og að auki hálft
einu sinni; sbr. nr. 2795, — lagið þó líkt og á nr.
2796 og 3569 í Þjms. — Frá Gaulverjabæjarkirkju.
Kirkjuhurðarhringur úr kopar, með tanga, og er ljóns-
höfuð á; hringurinn hálf-sívalur, með blómum og berja-
hnöppum efst að framan, en að aftan stendur grafið:
ANNO MDC.LXXIV. — Frá sömu kirkju sem nr. 5906.
Kaleikur og patína úr silfri, gylt, með gotnesku lagi,
forn, líklega frá 15. öld. Hæð 14—14,5 sm., vídd
skáiar 10 sm., þverm. stéttar 11 sm. (um hliðar). Stéttin
er sexstrend og leggirnir fyrir ofan og neðan hnúðinn
sömul., og sjálfur er hnúðurinn sexstrendur, með kol-
meltum hornum, rauðum og grænum á víxl, og eru
þessir stafir á fimm af þeim: 1 n 1 r n. Lítil mynd af
Kristi sem á kross festum er negld á stéttina. Skálin
í patinuna er með krosslögun og myndast krossinn af
4 hringum; einkennilegt »signaculum« (vígslumerki) er á
barminum að ofan, en að neðan tveir stimplar með