Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Side 85
87 6071. «/, 6072. */io 6073. l4/io 6074. «/w 6075. 19/io 6076. ao/io 6077. — Fagradal í Dalas. Heflr máske verið notaður þar við mótekju áður eða til að moka snjó ofan af við beit. öxi gömul; hefir lengi fylgt henni sú sögn, að Kálfa- gerðisbræður hafi verið teknir af með henni (1752); hún er nú breytt nekkuð frá því sem hún var áður, augað soðið saman og settur í það járnfleinn langur, er gengur upp eftir miðju skaftinu. Hún er nú 21 sm. (8”) fyrir egg, en hefir ef til vill verið breiðari áður. Komin norðan úr Eyjafirði. Tóbaksbaukur úr rostungstönn, stútur og botn úrsilfri; tappann og töppina vanta; verk einfalt, en einkar snot- urt; 1. 12,5 sm. Glamall og gatslitinn; fyrrum í eigu Þórðar bónda Benediktssonar á Háafelli í Miðdölum. Signet úr kopar með svörtu tréskafti; á það er grafið: SPARISJÓÐUR í REYKJAVÍK. Afh. til geymslu af bankastjórum Landsbankans. Sigurjón Kjartansson frá Drangshlíðardal: Kertiskragi úr kopar af ljósahjálmi með gotnesku lagi; þverm. 5 sm. Sbr. nr. 5311 (eins) og 2465 (stærri)1). Fundinn s. á. í moldarbarði skamt frá Lágafelli, um 3’ í jörðu. Jón hreppstj. Jónsson á Hafsteinsstöðum: Snældusnúður úr rauðum steini, óvenjulega stór, hálfkúlumynaður, þverm. 7,5 sm., þ. 3,8 sm.; vídd gatsins 1,5 sm. Mun hafa verið hafður á hrossbárssnældu. Fundinn í jörðu. Kistill með gamallegum útskurði, greinar og hringar, málaður með rauðum og gulum lit. St. 32,7X21X12,5 sm. (með loki). Frá Norðurgarði í Mýrdal. Þórshamar úr silfri, krossmyndaður og með vargshöfði á enda eins armsins en hnúðum á hinum þremur; vargs- höfuðið er með gapandi gini, mun þar hafa verið í band eða festi og Þórshamarinn borinn á hálsi eða brjósti sem verndar- og skrautgripur. Armarnir eru sívalir um 0,6 sm. að gildleika; hnúðarnir 1 sm. að gildleika. Lengd Þórsh. 5 sm., br. 3 sm. Gagnskorinn í kross í miðju og hefir máske verið smelt þar í. — Fundinn í moldarflagi skamt frá Fossi í Hrunamhr.; þar hafði að sögn fundist öxi áður. — Sbr. nr. 2033*); það er silfur- hlutur, borinn á sama hátt, en með annari gerð; hefir ‘) Sbr. Fr. B. Wallem, Lys og lysstel, fig. 24—26. 659 i Danm. Olds. II. J) Sem er eins og nr.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.