Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Qupperneq 86
88
þó getað átt að tákna Þórshamar. Báðir eru gripir
þessir frá landnámsöld vafalaust.
6078a b. 21/io Pokar tveir íslenzkir ofnir úr togi, röndóttir með svört-
um og mórauðum bekkjum. St. 90X70 sm. í opunum
eru hornsylgjur 8; um 10—20 ára gamlir. Frá Spóa-
stöðum í Biskupstungum.
6079. la/n Kirkjuhurðarhringur úr kopar; skjöldurinn, sem hring-
urinn er festur í, er ljónshöfuð, þverm. 17,5 sm. Hring-
urinn er flatur, þverm. 12,8 sm. Samskonar kirkju-
hurðarhringur frá Otradal er nr. 2039 á safninu. —
Frá Selárdalskirkju.
6080. — Ljósaskjöldur úr messing til að hengja á vegg, spor-
baugsmyndaður, h. 49,5 sm., br. 36,7 sm., driflnn með
blöðum og hvylftum. Neðst er festur á einn ljósarmur
með stórum kertiskraga, þverm. 16,5 sm. Yfirskjöldinn
vantar. Sennilega frá 17. öld. — Frá s. st.
6081. — Hökull úr rósóttum bómullardúk, móleitum, með silfur-
vírskniplingakrossi. Fyrir ofan krossinn stafirnir IH S
og þar fyrir neðan annars vegar við krossinn (N) A
en hins vegar R (I), þ« e. J(h)esus Nazarenus rex
Judœorum. Fyrir neðan þverálmuna stendur annars
vegar ANI og hins vegar n(ll)1). Hefir verið smokk-
að yfir höfuðið — Frá Brjánslækjarkirkju.
6082. — Hökull úr brúnu fiuéii með ljósleitum krossi úr silki.
Kantaður með rauðleitum borða. Hefir verið smokkað
yfir höfuðið. — Frá s. st.
6083. — Altarisklæði úr bláu hörlérepti utan með, með nokkrum
útsaum fram með brúnunum. — Frá s. st.
6084. — Patínudúkur (eða -spjaldj, st. 17X17 sm., grænn með
gullvírsknipplingum á. í miðju er I H S. — Frá s. st.
6085. — Grrafskrift skrifuð yfir tvær systur, Ólöfu (d. 1827) og
Sigríði Runólfsdætur, ungar stúlkur. Að mestu í ljóð-
um. — Frá s. st.
6086. — Minningarspjald prentað um Jón Helgason timburmann
og »forverksmann i Haga hjá 0. Scheving sýslumanni,
sem sett hefir þetta til minnis um þennan dyggva og
kjæra merkismann«; bersýnilega sett í lifanda lífi Jóns.
Frá s. st.
6087. — Ingigerður Símonardóttir: Altarisbrún blá með kögri,
gamalleg. L. um 140 sm.
‘) Stafir þeir, sem eru hér i svigum, hafa verið teknir af.