Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1911, Síða 90
92
Páskalamb útskorið úr beykitré, krossfáni í hægra framfæti,
geislakrans um höfuð. Á því stendur: »Páska Lamb Vjer Heilagt
Höfum«. — Virðist ekki gamalt.
Lár, dálítið útskorinn, loklaus.
Horn útskorið, látúnsbúið; á hettunni, sem skúfuð er yfir stútinn
er mynd Kristjáns konungs 4. Stafirnir G. G. eru grafnir á hornið;
gamalt drykkjarhorn; máske einnig notað fyrir púður.
Horn útskorið og silfurbúið, opið í víðari endann, eftir Hjálmar
Lárusson. A það eru skornir fuglar og dýr og nöfn þeirra neðan-
undir, en nöfnin mynda sléttubönd: »Haukur. Lóa. Álka. örn. Æð-
ur. Spói. Krákur. Gaukur. Tóa. Boli. Björn. Bimill. Kjói. Fákur«.
Tintarínur tvær með eyrum; nýlegar, siéttar.
Hornspónn íslenzkur, nýlegur, sléttur.
Ljósahjálmur allstór úr kirkju; eru á honum tveir kransar af
liljum, 6 í hvorum, og ernir uppi yfir, en ljónshöfuð neðanundir.
Skírnarföt úr messing, 16 að tölu, drifiQ mótuð og grafin marg
víslega; 10 eru þýzk og með hinum venjulegu gerðum, boðun Maríu
á 3, syndafallið á 7. Hin 6 eru með yngra verki annars konar,
líklega dönsk; er eitt þeirra langstærst (þverm. 67,5 sm.) og merkast
að öllu, syndafallið á botni, en dýramyndir á barmi, á botninum er
og þessi áletrun: TIL GUDS ÆRE ER DETTE GIFVET1) LAGE-
BRECKE KIRCHE: A° 1721 AF SAHL. STADTZHAUPTEMAND
MATTHIAS PEDERSENS EFFTERLADTE ENCKEFRUE ELSE
CHRISTENSDAATTER LUND.
Altarisstjaki úr kopar með 2 örmum og þriðju ljósapípunni upp
úr miðju; hæð 40 sm.
Altarisstjakar tveir litlir úr kopar, einfaldir hæð 20 sm. — Munu
vera frá Dvergasteini.
Altarisstjakar tveir úr messing, drifnir, stétt, skál og kragi átt-
strend, leggurinn undinn; hæð 27 sm.
Kvenhúfa íslenzk með silfurhólk, venjuleg og nýleg.
Peli úr bláu gleri lítill, kúptur annars vegar, en flatur hins vegar
(sbr. nr. 59 og 645 í Þjms.), með mannsmynd málaðri á. Fundinn í
V estmannaey jum.
öskjur úr silfri drifnar í íbarok«-stil; kringlóttar, þverm. 6,7
sm., hæð 3,8 sm. Á botninn er grafið M • M • C • W.
Vínbikar úr silfri á 3 kúlufótum; st. S og 1818; H D er krotað
á botninn; þverm. og hæð 4,8 sm. Líklega íslenzkur.
*) F-inu i Q-IFVET viröiat breytt í E aíðar.