Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 2
6 hundruð að fornu mati, en þá lækkað aftur nærri um helming í 15,6 hundruð. Lægst verður matið etfir fellisveðrið mikla og sandárin. Þá, 1885, kemst Gunnarsholt með eyjunni og Kornbrekkum í eyði, niður í 4 hundruð. Svo 1922 er matið 1300 kr. og 1932, að Brekk- v.m meðtöldum 6500 kr., þó ekki nema 5300 kr. 1942. En þá er líka byggingin í Gunnarsholti metin 24500 kr., eftir að þar var byggt vegna sandgræðslunnar og hafizt handa um girðing og græðslu, árið 1926. Hefur þar síðan verið unnið að og með undra mikl- :im árangri, eins og síðar verður vikið að. En hér má geta þess, að gamla býlið fór alveg í eyði 1836. Bóndinn síðasti þar, Bergsteinn Hreiðarsson, flutti þá með konu og eitt barn að Stokkalæk (en þá íór Þorgrímur þaðan). En síðast flutti frá bæ þessum, sama vorið, ekkjan Guðrún Jónsdóttir (systir Þorgríms á Rauðnefsstöðum), að Kornbrekkum. — Hún gat ekki skilað nema 5 ám af 12, er voru kvígildi hennar á jörðinni. Og ofanálagið á jarðarhúsin gaf eigand- inn eftir (Guðmundur Brynjólfsson á Keldum). Einnig sá hann þeim báðum, sem burt urðu að flýja, fyrir jarðnæði á jörðum sínum. — Kunnugt er um marga ábúendur í Gunnarsholti, og hefir Skúli á Keldum rakið, með ártölum, fjölda þeirra. En hér er annað verk- efni. Kirkjan. Svo lengi sem bær þessi hélzt í byggð, var þar kirkju- staður, og lengi útkirkja frá Keldum. Og staðið hefir kirkja þar ekki skemur en frá dögum Jóns Loftssonar (d. 1197), því að hann átti þetta höfuðból og fleiri göfugir ættmenn hans og Oddaverjar. Þar bjó Þorseinn sonur Jóns og eftir hann bróðursonur hans, Björn sonur Sæmundar í Odda. Máldagi kirkjunnar elzti, sem nú er til, telst vera frá því um 1332, en er vafalaust mikið eldri að einhverju leyti. Kirkjan á þá ,,fjórðung í heimalandi og Kotbrekkum, 16 kúgildi, hálft þriðja hundrað í bókum“ (að virðingarverði) „klukkur 4, gler- glugg sæmilegan, fern messuklæði“ og allt annað venjulegt eftir þessu í ríkum mæli, svo að ekki er þetta frumbýlingsleg kirkja á þeim dögum. Hér að auki hafði kirkjunni verið gefið hundruð í vaðmál- um ,,með líki Valgerðar“, og Þorsteinn Nikulásson (sá er drepinn var) gaf 3 hundruð í vöru. Enn bættist kirkjunni á sömu öld 1 kví- gildi, þrír hundraðs hestar, líkneski 2 o. fl. Og þá (1397) er þess getið líka, að „þangað undir liggur kirkja að Geldingalæk, bænhús á Heiði með tíund og 4 bæir aðrir að skyldum öllum“. Sóknin hefur aldrei verið stór, en hún bættist við Keldnasókn, þegar kirkjan var rifin. Þessi mikla lausafjáreign kirkjunnar fór nú óðum lækkandi eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.