Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 3
7 þetta, og hvarf vitanlega að mestu leyti um eða eftir siðaskiptin eins og búpeningur og aðrar eignir flestra annarra kirkna. Árið 1553 t. d. eru kvígildin ekki orðin nema 10, í stað 17 áður, hestar 2 hundruð fyrir 3, og af bókunum (hálfu þriðja hundraði), eru einnig eftir „nokkrar skræður“, auk grallara og messubókar um árið. Prest- ur og djákni skyldu vera í Gunnarsholti, og þess er líka getið í sölu- bamningi (1398), að Kotbrekkur séu sá fjórði hluti Gunnarsholts, er kirkjan eigi. Bœjarstœði og útlit. Bærinn elzti í Gunnarsholti stóð á háum og víðsýnum stað, sunnan í holti miklu, sem er víðlent og mishæðótt. Orskammt til nnv. upp frá núverandi bæ, sem er niðri á sléttlendi. Og bæjarstæðið er hérumbil 4 km ssv. frá Vestri-Geldingalæk, 8 km nv. frá Keldum og 14 km sv. frá forna kirkjustaðnum Skarði. Holtið er örfoka melur og grjót allt að ofan og norðanverðu. En sunnan í, þar sem bærinn stóð, er nú yfirgróið og svo mjög upphækkað, að j^ar er aðeins aflíðandi hólbunga, en mótar ekki fyrir húsarústum, svo að lýst verði. En þar er nú samfelldur grasbali og hnjótagróður að norðan og austan, og sést þar á staka steina. Byggingarsvæðið virðist vera um 23 fm. til austurs og 18 fm. til suðurs. Óvíst er þó, hvort kirkjugarðurinn er þar með talinn, nema þá að litlu leyti. Þá er og lítil húsrúst (smiðja?) þarna sv. við. En um 13 fm. austar og hærra eru dreifar af grjóti og hellublöðum, ef til vill leifar af fjósi o. s. frv. Frá rústabalanum eru rúmir 100 fm. niður á Lækjarbakk- ann. Er þar nú töðuvöllur og talsvert austureftir, en þó með elftingu nokkurri. Garðar allir eru horfnir, enda hafa þeir víst verið úr torfi að mestu leyti, því að grjótlaust er þar á holtinu. Norðaustan til á holtinu sjást stakir steinar nokkurn veginn í röð, er ætla má að séu leifar af túngarði, og stefna þeirra er svo sem hefði garður verið 50—60 m norður frá bænum. Og enn lítið austar á flötu holtinu eru helluklumpar og blöð, leifar af kofa (hesthús?). Norður á holtinu eru klettar fremur ljósleitir, þó líkari blágrýti en líparíti. Hefur þar A'erið nokkurt helluklumpanám. Nokkuð meira sást um síðastliðin aldamót. I Árbók Fornleifafélagsins 1898 (bls. 16) segir Brynjúlfur Jónsson: ,,sér lítt til rústa. Fjós og heygarður var uppi á hryggnum. Þar er ógróið og sést grjótdreifin. Aurmál kirkjunnar sést að nokkru leyti, og hefur hún ekki verið stór. Þrír legsteinar eru þar“. . . Þeir eru frá 1640, 1671 og 1781, nú allir á Þjóðminjasafninu (nr. 9124 —26). Kirkjan heíir staðið í kirkjugarði fyrir suðaustan bæinn. — Talið er að fleiri legsteinar hafi þar áður verið, 1 stór og merkilegur, sokkinn í jörðu. Vatnsbólið er lækur lítill, sem kemur undan hraun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.