Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 16
20 skap, því aS hann fóðraði þá 4 kýr, 2 velrunga og kálf, 262 kindur og 15 hross. Afgjald jarðarinnar var þá 6 ærgildi í landskuld, 5 kvígildi (áður 6) og 35 álnir fyrir kvaðir, ef ekki var leyst að venju með skipsáróðri, hestláni og dagslætti. Afgjald þetta samsvarar illa jarðarmatinu næst áður, 10 hundruð (1696). Enda var biskups- stóllinn aldrei lítilþægur landsdrottinn. — Og sýnast þá margir aðrir hafa haft stólinn til fyrirmyndar í þessu efni. Húsin á Heiði 1655. Brynjólfur biskup lét sér annt um það eins og fleira, að jarðir stólsins væru vel setnar og húsum viðhaldið í góðu lagi. Þannig hefir hann t. d. látið skoða í þessu skyni fjórar jarðir á Rangárvöllum 1655 (Kirkjubæ „syðri“, Ketlu, Gi’afarbakka og Heiði). Ábúandinn, Ey- vindur Eyjólfsson, hefur þá búið á Heiði í 10 ár. Og er bæ hans lýst þannig: Fjósið gamalt, sterkt að undirviðum og gömlu birkiárefti, utan vantar litla bót á efra ræfrið. (Hefur því verið tvístætt, með brúnásum og dvergum, en stærðin ekki nefnd). Hlöðuna innar af (fjósinu) hefur maðurinn uppgjört og hlaðið veggi, er þó slæm af yfirrefti. Skálinn vel stæðilegur að veggjum og rjáfri og vel bættur. Búrið nærri fallið að við- um og veggjum. Klefann innar af búrinu hefir búandinn uppgjört vel stæðilega að veggjum og rjáfri. Eldhúsið vel stæðilegt að veggjum og viðum. Baðstofan vel stæðileg, en maðurinn á viði alla þar í, gaflhlaðið öðrumegin lasið. Smiðjuhús á hlaðinu austur á maðurinn „upp í“ (þ. e. áreftið sennilega) og í hesthúsinu, viðlendandi að veggjum. Heygarður- inn bættur allur að austan, en þarf umbóta að vestan, og lofar að gera það. •— Meira sést ekki. Undir skrifa: Finnur Guðmundsson (Skammbeins- stöðum, umboðsmaður biskups), Björn Jónsson og Þorlákur Jónsson- Flutningur bœjanna. Varla held eg efamál, að hús þessi, sem nú voru nefnd, hafi verið á frumbýli Heiðar. Og eigi heldur, að bæna- húsið sé þá eyðilagt löngu fyrr, þar sem þess er að engu getið. Hinu get ég trúað, að „smiðjuhúsið á hlaðinu austur“ væri að tóttinni til, síðustu leifar bænahússins, því að í þeirri afstöðu voru kirkjur víða settar (í Tröllaskógi, Keldum, Gunnarsholti, Næfurholti og fleiri stöðum), svo að dyr og framþil blasti við bæjardyrum. Aldarfjórðungi síðar, 1681, er jörðin ennþá 20 hundruð og lík- lega í sínu upprunalega mati. En þegar 1696, er Heiðin hröpuð nið- ur í 10 hundruð, svo að stærstu spjöll hennar hafa orðið í Heklugos- inu mikla 1693. Og engin furða, því að ,,þá kastaði logandi brenni- steinshlaupum vestur á sand. Stóð þetta þangað til um hádegi dag- inn eftir“. Einhvern tíma eftir þetta held ég, að bærinn hafi verið fluttur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.