Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 23
27 Steinkross, Haukadal, Næfurholt, Keldur og ennfremur nokkrar jarðir á Bakkabæjum. Og skoðun sína álykta sömu menn með þessum orð- um: „Yfirhöfuð álítum við, að skyldi túngarður verða settur á nefnd- um jörðum, meinum við að þær yrðu eftir 1—2 ár hreint óbyggi- legar, þar sem sanddyngjurnar, sem bæði söfnuðust fyrir innan og utan túngarðana, gætu ekki vegna skjóls undan þeim burtu blásið. Að grafa grafir í sandi sýnist að vera vitlaust verk, því að það veður kemur oftlega, að þær vildu á 4—5 dögum fyllast, og allt svo sand- fokið verða miklu meira og varanlegra en áður, jörðunum að öllu til eyðileggingar. Ofanskráða skoðun viljum við með eiði staðfesta, ef þurfa þætti".1 Endurmat. Nú taka bændur á Víkingslæk að kvarta um hóflaust mat og skattgreiðslur af jörðinni, svo mjög sem hún sé eyðilögð orðin. Enn verði þeir að greiða af 20 hundruðum eins og þá, er jörðin var óspjölluð. Nú ætti hún að lækka í 10 hundruð. Svo var loks afráðið, að sýslumaður, Vigfús Thorarensen, tók með sér sex bændur og prest og hreppstjóra og kirkjueiganda að auki, 20. 6. 1794. — ,, . . . Var svo riðið um jarðarinnar landareign og fyrirfannst vel helmingur af hennar sléttlendi eyðilagt af blástri og sandfoki. Út- heysskapur lítill af valllendi og nokkur af blöðkuslægju, sem þó er meiripart rauðalauf. Austurtúnin eru sérdeilis af sér gengin og eyði- lögð að rúmum þriðjungi“. Þá er talað um áhöfn jarðarinnar, enn gæti hún fóðrað 3 kýr og vetrung eins og 1711. En áhöfnin var, í staðinn fyrir 216 fjár full- orðins og 104 lamba þá, ekki nema 70 fjár og 60 lömb nú. Búið var að byggja hjáleigu, Kaldbak, frá vesturpartinum ,,til mikilla bóta“. Eftir langar umræður og bollaleggingar, úrskurðaði sýslu- maður, að jörðin skyldi metast 12 hundruð í stað 20. Og á milli þriggja bænda, sem þá bjuggu þar, skyldi matið skiptast þannig: Loftur Bjarnason 6 hundruð (vesturpartur), Björn Þorsteinsson 4 hundruð og Jón Jónsson 2 hundruð. (Dóma- og þingbók). Bœjarstceðin. Norðurbrún Víkingslækjarhrauns er yfirleitt drjúgan spöl frá Rangá ytri, og er flatlendi með holtum þar á milli. Nef eitt mikið liggur nv. úr hrauninu með viki stóru milli brúna, er horfa mót suðlægri átt og vestlægri. Hefir þar verið slétt og fagurt tún, niður að Víkingslæk, er kemur austan og sunnan að, með sveig til norðurs. 1) Við skoðun á Keldum (15. 7. 1787) voru fimm bændur aðrir, og sýnist þeim hið sama: „Við undirritaðir vorum beðnir að álíta, hvort túngarður væri til bóta á Keldum, og álítum við það jörðinni til stærstu fordjörfunar vegna sandfoks, er á hana gengur“. — Þjóðskjalasafn A 56.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.