Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 28
32 góða hleðslugrjótið, sem þangað hefir verið að flutt úr hraunheið- inni, sé aftur burtu flutt í síðar byggða bæinn. Samt nær grjótdreifin nú yfir 20 faðma til austurs og 15 faðma suður. Nærri því 80 föðm- um sunnar er önnur grjótdreif minni, og ekki nema 10—15 faðma frá hraunbrúninni. Rúst þessi er að líkindum af fjósi og heystæðum, og hefir verið á lágum bala, ef ekki sléttu, áður en jarðvegur blés burtu þar í kring, hafi hann verið þykkur. — Og jafnvel gæti verið slíkur vafi um sjálfa bæjarrústina. Laust frá fjósrústinni hafa verið sérstæðir kofar, 1 eða 2 að sa. og 1 að vestanverðu,1 og ber líka hærra á þeim en sjálfum slétta sandinum. 69. Bolholt II eða Miðbolholt, stóð sunnan í litlu en nokkuð háu holti, spöl upp í heiðinni, ekki minna en 1 km í sa. frá fyrri staðnum — í stefnu þaðan á Tindfjallajökul. Varða er á holti þessu, og er nú allt upphækkað af þykkri grastorfu yfir bæjarleifunum, svo að ekki bólar á þeim. En allt er þar blásið og gróðurlaust umhverfis, þó er þar enn (eða var 1936) óhemju sandmagn, ófokið úr síðustu leifum víðis og blöðkumela, af heiðar jaðri, út undir Víkingslæk. Austan við bæjarholtið á lægri stað sjást leifar af tveimur húsum, er staðið hafa saman, en með dyrum á andstæðum hliðarveggjum, til austurs og vesturs. Eystri rústin er stærri, um 35 fet á lengd og 8 fet á vídd, líklega einstætt fjós. Hin 22X7-8 fet (hesthús? — Vegna vatnssóknar í Rangá, hafa hlotið að vera þar hestar á gjöf á veturna, og vatnið flutt í ankerum eins og í Koti og Dagverðarnesi). Á enn lægri stað norðvestar, laust frá holtinu, er grjótdreif af kofa að lík- indum, sem ekki verður mæld. Þar er líka mikið af beinarusli ýmiss konar. A bæjarstæði þessu hefir verið víðsýnt mjög og fagurt allt um kring. Heiðin sjálf skjólgóð og algróin í nánd, þegar bærinn var þar settur, og jaðrar þeirrar löngu heiðar alþaktir gulvíði (,,rauðlaufi“) og sjálfsagt nokkru grálaufi líka. Ummæli þessi sanna bæði munn- mæli, jarðarlýsing og búið mikla, sem nýskeð var nefnt. Um flutning bæjarins á þennan stað verður hér ekki sagt ann- að en gert var við hið fyrra býlið. Og líklegt virðist mér, að Gunnar Filippusson lögréttumaður hafi verið fyrsti bóndinn á þessum stað, annazt bæjarflutninginn og átt drjúgan þátt í hinni stórfelldu lækkun jarðarmatsins. Lýsing lands og spjalla. Hér á heima lýsing Jarðabókar 1711 í aðalatriðum: Jarðardýrleiki haldinn að forngildu 12 hundruð . . . Lénsjörð prestsins að Keldum og Gunnarsholti. Ábúandi Gunnar Fil- 1) Þetta gæti hafa verið „tappakofi" eða vestasta fjósið fyrrnefnda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.