Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 31
35 felli og föðurbróðir Þorgils bónda á Rauðnefsstöðum (d. 1878). — Kona Sigurðar Þorgilssonar hét Kristín Jónsdóttir. Árið 1784 er hann 32 ára, en hún 25, og eiga þá einn son, Arnór á 1. ári. í þessu ,,Mið-Bolholti“ höfðu búið á undan Sigurði um 60 ár eða lengur — sonur eftir föður — þeir merku bændur, sem eru forfeð- ur Bolholtsættar: Jón Þórarinsson bónda í Næfurholti og Eiríkur son- ur hans. — Meðal barna J. Þ. voru 4 dætur, sem giftust 4 sonum Bjarna á Víkingslæk. Kona F.iríks Jónssonar var Kristín Þorsteinsdóttir frá Austvaðs- holti (Austvatns- réttara). Eftir lát manns síns flutti hún 1784(?) að Stóra-Núpi, og var þar líka merkiskona. I Sýslumannaæfum (VI, 397 og 505) eru taldir 5 synir þeirra hjóna og 7 dætur, sem allar giftust merkum mönnum. — Þar á meðal Ingibjörg kona Ingvars á Skarði, Elín kona Jakobs prófasts í Gaulverjabæ, Ingunn kona Eiríks dbrm. á Reykjum, Margrét kona Bjarna hreppstjóra Stefánssonar í Árbæ og Guðlaug fyrri kona Eiríks sýslumanns Sverrissonar. Síðari kona Eiríks sýslumanns var Ingibjörg dóttir Ingvars í Skarði. Hún er amma Sigurðar Briem póstmeistara, Eiríks Briem prófasts og þeirra allra 19 systkina. Eiríkur í Bolholti hefir að líkindum dáið fyrir eða eftir áramótin 1780. Á því vori (5. 6.) er skipt dánarbúi hans milli ekkjunnar og 12 barna, sem þá eru að aldri 6—19 ára. Þrátt fyrir ómegð þessa, 12 börn sitt á hverju árinu, var búslóðin öll mikil og myndarleg. Bú- peningur var 11 kýr, kvígur 2, naut 5, kálfar 3, hross 43 og sauðfé 211. Hús, sem búið átti (auk venjulegra jarðarhúsa) voru: Hús vest- ur af baðstofu, vesturpallur með þrem rúmum, austurpallur með einu rúmi, loftið, með rúmi, þil fyrir skála, taðhús, skemmur tvær, nauta- hús, úteldhúskofi, lambhús og fjárhús. — Flest allt var lágt virt, nema bækur (10), sérstaklega Vídalínspostilla = 50 álnir, eins og dýrasta húsið (sem var önnur skemman) eða lambær tvær og geml- ingur.1 Silfurpeningar gerðu 1330 álnir, og öll virðing búsins nam 102 hundruðum og 113 álnum. En til skipta komu 101 hundrað og 13 álnir (12133 álnir) og var það lausafé einungis. Nýbýli. Eftir brottflutning Sigurðar var Bolholtið í eyði um 15 ár, en þá var byggt upp ,,Nýja Bolholt“ 1804, út við ána, á nesi því sem fyrr er nefnt (bls. 31). Fyrsti bónd'nn hét Eyjólfur Jónsson. Bcsjarhúsin í Bolholti áriS 1812. Eyjólfur fór þaðan eftir 8 ár, vorið 1812. Jarðarhúsin voru þá ,,tekin út“ (16. júní), og er ekki 1) Það er rúmar 300 kr., eftir verðlagsskrá í Rangárvallasýslu 1949—50.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.