Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 38
42 er víða enginn gróður annarr en grámosi (gamburmosi) á þeim stöð- um, sem liggja fjarri grasi (fræi) og sandroki. — Ennþá mótar fyrir átta btæjarhúsum, ásamt húsa- og heygarði þar hjá, en svo er allt yfirgróið, að mælingu verður ekki við komið, svo að í lagi sé. Skógurinn. Jörðin var löngum ein af stærstu og beztu jörðum sveit- arinnar, sérstaklega vegna víðlendustu og mestu skóga, sem þar voru. Nú er þar strjált skóglendi eftir, nema Hraunteigur, sem hér verður síðar lýst. Frá bæjarstæðinu er rúmlega 1 km norður að Rangá. En með ánni, bæði neðar (Hraunteigur) og langt upp eftir um hálsa og hæðir, mun hafa verið í fyrstu samfellt skóglendi að miklu leyti, auk annarra holta og hlíða. Hefur þar verið bæði víðlendari og stórvaxn- ari skógur en á nokkurri annarri jörð í Rangárvallasýslu, síðan frá- sagnir greina. Nafnið sjálft, Næfurholt, bendir á svo þrekvaxin tré, að börkur þeirra (næfrin) hafi verið notaður til smíða í öskjur og annað þess háttar, og þá sennilega líka á húsaþök til varnar leka undir torfinu. Þegar Tröllaskógur var eyddur og upp blásinn og smávaxnari skógarblettirnir niður um sveitina upphöggnir og eyddir, þá koma bezt í ljós yfirburðir skóganna í Næfurholti. Smám saman mun það hafa orðið á 13.—18. öld, að fjöldi jarða eignaðist skógarítök, eitt eða fleiri í landi Næfurholts, en á engri jörð annarri, svo kunnugt sé á Rangárvöllum. Skrá er til í sýsluskjölum, mjög ítarleg, um bæi þá, er ítökin áttu, og nöfn allra ítakanna, sem byggð er á skiptingu 1765. ítökin áttu 9 bæi á Rangárvöllum (Keldur, Stóra-Hof, Oddi, Gröf, Gunnarsholt, Brekkur, Reyðarvatn, Geldingalækur og Víkingslækur), og 10 bæir utansveitar (Vatnsdalur, Breiðabólstaður, Skúmsstaðir, Hvoll og Efri-Hvoll, Miðhús, Völlur, Ás, Árbær og Skálholt). Og nöfnin á ítökunum eru ekki færri en 33. Þegar skýrsla þessi var end- ursamin 1840, átti að friða 7 ítökin, sem þá voru eftir; 4 voru með kalöngum, 17 voru „upprætt og uppblásin, og 8 ,,þau er menn vita ei hvar eru“. Hjartað úr skákinni, Hraunteigur, var eignaður Skál- holti. En hin ítökin hafa verið ofar og flest langt fyrir innan bæinn. Ekki er nú kunnugt, hvort eða hversu mikið Skálholtsstaður kann að hafa nota látið Hraunteig. Hitt er víst, að þau fáu ítök, sem skóg- ur var á, þau voru notuð langt fram á 19. öld, og sum svo, að nærri til auðnar horfði. En árið 1899 voru að ósk Kofoed Hansens skógrækt- arstjóra og ákvæði settar reglur um notkun skóganna og erindisbréf fyrir skógarvörð. Fjöldamargir menn, aðrir en þeir, sem ítök áttu, sóttu áður skóg til eldiviðar o. fl., bæði í skóga Næfurholts og Sel- sunds. — Fyrir og eftir 1880 fóru skógalestir nokkrar á hverju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.