Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 40
44 og austur í Mýrdal. Varla minna en 80—90 tunnur, eftir sögn bónd- ans sjálfs, sem varla hefir tíundað of ríflega. Og — með leyfi jarð- eiganda — er ágóði leiguliðans 60 álnir árlega, eða hálf til heil alin iyrir hverja kolatunnu! Skógaranga og nýgræðing hefir bóndinn líka burft að nota fyrir eitt stærsta bú sýslunnar og sauðfjárríkasta: 10 kýr, 4 naut, 24 hross og 326 kindur. En á heyjum átti jörðin ekki að geta fóðrað nema 4 kýr. „Heyskap sækir ábúandi til, oftast á af- rétt í leyfi og fyrir líðun Landmanna, er afréttinn þykjast eiga“, ,,I túnið er nýlega komið jarðfall og sýnist horfa til meiri spjalla af vatnsgangi. Högum grandar sandur og vikur“. Nærri má geta, hvílíkt tjón og afhroð skógarnir hafa hlotið í gos- um Heklu, svona nærri henni, t. d. árið 1300, þegar brunnu þökin af húsunum í Næfurholti. Og dásamleg er sú lífsseigja og vaxtar- máttur, sem enn heldur góðu lífi og nokkuð örum vexti í talsverðum stykkjum skóganna, þrátt fyrir eyðandi öflin öll saman. En þau hafa verið: hraunrennslið sjálft úr Heklu, vikur og aska, glóandi heit í fyrstu, en síðan fjúkandi, vatnið, fossandi í gosum frá hlíðum Heklu og síðar í hverri asaleysingu, er reif skörð, gil og gljúfur í skóglendið, hvassviðrin, er sífellt mylja úr rofbökkunum, vorhörkur og annað skaðlegt veðurfar, maðkur, mannshöndin með öxina, og sífellt fyrst og síðast, munnur margra kinda. Kirlcja. Geta verður þess, að heimiliskirkjá var í Næfurholti frá því fyrir 1200 og þar til hún var lögð að velli 1765. Og var hún í fyrstu með prests skyld í landi jarðarinnar, um það veit maður þó ekki fyrr en 1332 (Fbrs. II, 694). Kirkjan á þá allan búnað sæmilegan, 3 kýr og 30 ásauðar. En kvöð sú fylgdi þar með, að gefa skyldi málnyt úr kúnum öllum í hverri viku, á föstudögum, laugardögum og sunnudögum, sinn daginn úr hverri kúnni. En hverjupl átti að gefa, er ekki nefnt. Breytzt hefir þetta senni- lega fljótt og horfið úr sögun'ni. Fénaður hefir fallið og fækkað í hall- ærum þar, eins og á stærri stöðum. Sagt er um siðaskiptin: „Þar liggur til enginn bær“. — Hafa því að líkindum engin afbýli verið í Næfurholti tim það bil. Messað hefir þó verið þar einstöku sinnum á síðari öldum af Skarðs-presti, 9. hvern helgidag, er sagt 1689. Sigurður prófastur Jónsson í Holti lýsir Næfurholtskirkju 1747 á þessa leið: „Hún er fjögur stafgólf, óþiljuð til beggja hliða, en þil yfir altari upp í gegn. .. reisif jöl í rjáfri og þiljuð yfir kórbita, vantar í miðfjölina. Þiljað er milli kórs og kirkju, drótt er yfir kórdyrum og dyrustafir skikk- anlegir. 1 stað prédikunarstóls er lítilfjörlegt bríkarkorn. Þil er framan- undir kirkjunni, með skammsyllum, hurð á hjörum með skrá og lykli. —

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.