Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Qupperneq 44
48 er þar framundan, að meiri hluta uppblásið, en vel lagað til þess að hafa getað verið tún eða engjar. Og ekki spillti vatnsbólið, rétt við bæjarvegginn. Nú leitaði ég að öðrum leifum mannvirkja — eins og venjulega — þarna allt umhverfis, en fann þess engan vott, hvorki af kofum né görðum þarna á sléttunni. En dálítið sunnar, á fagurri flöt sv. undir sömu skógarbrekku, var þá í byggingu nýtt fjárhús. Sunnan við þennan stað og skógarbrekkuna er bert og blásið gildrag eftir leys- ingavatn, I gili þessu, hátt uppi í brekkunni, rakst ég á leifar af grjót- garði. Hann hefir legið þvert yfir gildragið, milli tveggja brattra brekkna, á móts við skógartorfuna ofarlega, og virðist norðurendi garðlagsins hverfa þar undir bakka, en suðurendinn liggja að kletti uppi í bröttu brekkunni, og garðlagið allt um 35 faðma á lengd — víst að mestu leyti úr þar fengnu grjóti. Meira en helmingur af garð- rúst þessari liggur á grjótmel, með litlum halla til suðvesturs og nær melurinn þaðan spölkorn í sömu átt. Syðri brúnin er gróðurlítil og skóglaus, hún víkur þarna til suðlægari áttar. Þegar mældir eru fram með henni, frá nefndu garðlagi, 40 faðmar, rekst maður á ennþá greinilegri leifar af garði. Hverfur efri endi hans rétt neðst í brekk- unni, sem þar er með nokkrum gróðri, en svo sjást leifar hans 22 faðma vestur á melinn. Fáa faðma frá þeim enda garðlagsins er vörðubrot. og er líklegast, að þar hafi garðurinn endað, því að þar niður eftir tekur við önnur melbrekka snarbrött. Garðar þessir eru vafalaust mjög gamlir, með því líka að bændur og feðgar, sem enn búa í Næfurholti og hafa búið þar á 19. öldinni, hafa ekki getað gert neina grein fyrir görðum þessum.1 En garðarnir styrktu mig samt í trúnni á býlið Ás. Vil ég geta þess helzt til, að á dögum býlis þess hafi brekkurnar þarna allar verið þaktar svo þéttum skógi, að gripir íæru þar ekki í gegn, seim brattast var. En svo hafi verið girt fyrir greiðari leið gripanna niður á sléttuna, meðan verja þurfti tún og engjar. 73. Nýibœr. Norðanvið núverandi Næfurholtsbæ er grasigróin hraunheiði mikil. Drjúgan spöl norðvestur frá bænum, undan vestur- enda brúnarinnar, kemur upp lind, sem rennur vestur í Næfurholts- læk. Rétt við uppsprettuna að sunnanverðu (en ekki ,,út með“ Næfur- holtslæk), er rúst Nýjabæjar á láglendum bala. Lítið býli hefir þetta verið og eyðilagt fyrir mörgum öldum. Ekki hefir blásið þar upp eða 1) Jón Jónsson frá Selsundi, Hannessonar, bjó þar 1826—70, þá Hall- dór sonur hans 1870—84, þá Ófeigur Jónsson (d. 1921) og síðan niðjar hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.