Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 45
49 orðið örfoka, því að enn vottar fyrir rústum, sem alveg er gróið yfir. En þó bólar þar á hraungrjóti af mikið yngri rúst, réttum ferhyrningi, 8 fet í kross. Brynjúlfur Jónsson nefnir þetta stekk, som þá yrði að vera frá Hálsi eða Breiðholti, fyrir fáar lambær, 10—20 eða svo. Frá Næfurholti gamla gæti hann naumast verið sökum fjarlægðar og þess, að engin rétt til innrekstrar fyrir margt fé sést þar hjá. Þó er ekki ólíkt því, að litlar kvíar gætu verið suður af rúst þessari, en sýnast þó miklu ellilegri. Auk þess bólar fyrir þremur öðrum kofa- leifum, fast við ,,stekkinn“, einni að vestan- og tvennum að norðan- verðu. Allar litlar, varla meira en svo sem 6—8 X 10 fet. Ekki er að furða, þó að rústir þessar séu nú orðnar óljósar, því að fyrir nærri 240 árum er svo sagt: ,,Nýibær. Svo kallast eyðipláss nokkurt í Næfurholtslandi. Þar hefir í gamla daga byggð verið . . . Munnmæli eru, að þetta býli hafi eyðilagzt af einu öskufalli úr Heklu. Þar sjást nokkur merki til tóttarbrota, og sýnist af þeim þetta muni hafa smábýli verið. Kann ekki aftur byggjast vegna heyskaparleysis og blásturs“. Munnmælin um eyðing þessa býlis af öskufalli — o. fl sennilega — eru alls ekki ótrúleg. Og sökum tímabilsins og gleymskunnar, er líklegast þarna til eyðingar býlinu gosið 1577. Gosið hófst 3. janúar og í þeim mánuði (líklega nálægt miðjum) ritar Oddur biskup m. a.: . . . „ógurlegt myrkur“ . . . ,,í sama vetfangi gaus upp úr Heklu í suðaustanveðri eldur og eisa með sandi og ösku, og allt eins og heit- asti tigulofn . . . öskumyrkrinu hélt alla þá nótt og fram á daginn eftir“ o. s. frv. (Alþingisbók III, 124). Og Björn á Skarðsá segir í annál sínum: . . . .,,Askan kom í Borgarfjörð og í Lón austur og allt norður í Bárðardal, en í Mýrdal var hún í skóvarp eður meir, og um alþing stóð reykurinn úr fjallinu upp í loftið“. — Og svo að auki jarðskjálftar, 18 eldar sáust í fjallinu og drunur ógurlegar ,,nær í 12 dægur“. — Ekki væri nú undur, þótt aðþrengdi kotunum kringum Heklu í öðrum eins ólátum. Við Nýjabæ sjást engin mannvirki önnur en lýst var. En skammt austur við brúnina hefir verið rétt (fremur en kálgarður?) frá 19. öld að líkindum. 74. Breiðholt. Vestur frá Næfurholti og spölkorn suðvestur frá Nýjabæ er holt eitt mikið um sig, ávalt og hæst miðsvæðis, er Breið- holt heitir. Neðarlega í holtinu, nærri miðju að austanverðu, hefir staðið lítið kot nokkur ár, og tekið nafn af holtinu. Kot þetta hefir verið í byggð skemur en 20 ár að líkindum, fyrir 1700, og því löngu síðar en Nýibær lagðist í eyði. Jarðabókin 1711 segir svo frá koti Árbók Fornleifafélagsin8 — 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.