Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 51
55 á báðum endum. Ekki leyna sér norðurdyrnar, þar liggja stórir og lögulegir kampsteinar úr þursagrjóti, sem þar er eitt saman og 2 steindrangar, 2 V2 fet (um 94 sm.) á lengd, er að líkindum hafa verið yfir dyrunum í gaflhlaðinu. Ennþá síður er ástæða til þess að efast um dyr á syðri og lægri enda hússins. En þó er þar svo ólíkt útlits, að hvorki sjást þar neinir steindrangar né svo lögulegir kamp- steinar, sem að norðanverðu. Spurning verður því: Var þil að meira eða minna leyti á þessum enda hússins? En svarið vantar. Hvers konar hús var þetta? Spurningu þeirri er jafn erfitt að svara, eins og það væri þó gaman, ef einhver gæti það með vissu. Arni Hannesson, sem var greindur vel, fróður og minnugur, hafði talið þetta vera goðahof. Er mér og tilgáta sú mest að skapi, eða að öðrum kosti einhvers konar samkomustaður og skemmtanahús, fyrir menn af nokkuð mörgum bæjum. — Metnaðargjörnu landnámsfólki kann að hafa þótt óþarflega langt að sækja samkomur niður að Stóra- Hofi. Hús þetta gat ekki verið íbúðarskáli, svo að árum nokkrum næmi, því að þar sjást engar bústaðarleifar. Enginn vottur af ösku, beina- rusli, málmi, brýnum, tálgusteinum eða öðru, sem auðkennir flestar gömlu bæjarrústirnar, ásamt útbyggingum, sérstæðum kofum, fjósi og fleiru, eða görðum umhverfis, sem hér sést alls enginn vottur af. Þá er eigi heldur álitlegt að gera úr rúst þessari fjós fyrir beitarnaut, með heykumbli í öðrum enda (eins og ég taldi líklegt í Sandgili). Og allra sízt svona stórt hús sem sel frá einum bæ, Næfurholti t. d. Hafi menn verið hlessa, þegar eg taldi Haukadal með eyðibæjum, þá held ég að menn verði ennþá hlesstari (fullhlaðnir undrunar), þegar ég fer að efast um ályktun lærðs og gætins jarðfræðings. Verður nú að því nokkur aðdragandi: Þess er áður getið, að þetta umtalaða hús hafi verið byggt eingöngu úr aðfluttu mógrjóti, eða þursagrjóti öðru nafni. Þegar ég fór austur með hlíðinni — á Tind- eða Tindilfelli — sá ég grjótnámuna, þar sem byggingarefnið allt virðist hafa verið tekið. Þar eru hamrar háir, og hleðslugrjót liggur laust neðan við þá. Þeir eru svo drjúgan kipp frá öldunni, sem rústin er á, að þar hefur að sjálfsögðu þurft hesta til aðdráttar, annað hvort á sleðum á hjarni eða vögum á auðri, flatlendri jörð. Nú er hraun- brúnin áðurnefnda norðanvið ölduna að mun nær húsrústinni, og hraungrjót er stöðugra og betra til veggja innan húss en mógrjótið. Vegna hvers var þá enginn steinn sóttur þangað? Ég held það vera af því, að hraun þetta hafi þá ekki verið til. — Enda þótt sá glögg- skyggni jarðfræðingur, herra Guðmundur Kjartansson, telji svo í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.