Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 52
56 ágætri ritgjörð sinni um Heklu, í Árbók Ferðafélagsins 1945, bls. 58—59, að hraun þetta hafi ,,eflaust runnið löngu áður en land byggðist“. — Væri £>ví æskilegt, ef hann vildi eða gæti við hentug- leika athugað nánar aldur hrauns þessa. Eftir áður sögðum einkennum og sérstöðu þessa umtalaða húss, tel ég líklegt, að afnot þess, til hvers sem var, hafi oröiö mjög skamm- vinn, og því líklegast nýlega byggt, þegar hraunið rann. Hverf ég nú frá þessum stað að öðru, ssnnilegra yngra hrauni, sem nefnt er Svartahraun eða Norðurhraun eða Norðurhraun í Sel- sundi. Það nær frá þeim bæ norður undir Haukadal og langa íeið þaðan í austurátt. Eru í því hrauni birkiskógar og sauðfjárhagar góðir. Munmæli gömul og ný nefna þrjá bæi, er orðið hafi undir hrauni þessu. Og þar sem ekkert annað er að styðjast við en munnmælin, er ekki efamál, að Svartahraun er eldra en frásagnir af hrauninu sunnan Selsundsfjalls og eyðing Skarðs og annarra bæja þar. Verða nú hér nefnd nöfn bæjanna. 77. Kanastaðir. Örnefni þrjú, Kanastaðanef, Kanastaðabotnar og Kanastaðatorfa, mega teljast fullgild sönnun fyrir því, að býli þetta hafi verið til og orðið undir nýnefndu hrauni norð-vestarlega, nær Haukadal en Selsund. Kanastaðanef mun vera vestasta nefið á hraun- inu og Kanastaðabotnar eru uppsprettur lækjar, sem koma undan hrauninu, sunnan við nefið. En torfan var á melnum þar á móts við, síðustu leifar af gömlum jarðvegi, eftir uppblástur á öllum melum. Hún var að síðustu orðin örlítil og mjög há, eins og á öðrum slíkum stöðum, og hvarf alveg nálægt 1930. Líklegt er, að þetta hafi verið stórjörð og kennd við mann þann, er byggði þar í fyrstu, kani að viðurnefni. Nú er komið að hinum bæjarnöfnunum: Stóraskógi og Litlaskógi. Ekki verða þau studd, svo ég viti, með sérstökum örnefnum, nema ef vera kynni Stóruskógarbotnar. Og þar sem vöxtur skógarins og stærð trjánna á tilgreindu svæði — án bæja — hefðu getað heitið þessum nöfnum, þá verða þau nokkuð tortryggiíegri. Eigi að síður tek ég þau í eyðibýlatöluna, bæði sökum þess, að landrýmið er næsta nóg, og líka af því, að lengi hefur svo verið talið og því trúað, að þarna hafi bæir orðið undir hrauninu. 78. Stóriskógur. Meginhluti af suðurjaðri Svartahrauns hefir mætt mótspyrnu og myndað brún við norðurhallanda frá Selsunds- fjalli og Botnafjalli að Heldu. Verður þar því dálítið bil rnilli hrauns og hlíðar, og hefir þar verið reiðvegur sæmilegur frá Selsundi til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.