Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 55
59 íyrstu byggð. Eyðilagðist til fulls fyrir 40 eða 50 árum vegna slægna- leysis. Þar eru hús öll í burtu og tóttir fallnar, tún, sem var, er óblásið, halda menn þar kynni fóðrast 1 kýr, ef ræktað yrði, annars eru slægj- ur engar aðrar. Kann ekki vel aftur byggjast, því að afkomulítið er mjög svo“. í eyði var kot þetta áfram og líka með vissu 1759, bæði fyrir og eftir aldamótin 1800. En svo skeði það, þó fremur ólíklega, að búið er á kotinu í 2 ár, en ekki heldur síðan. Það var Jón Jónsson, síðar bóndi í Selsundi (faðir Ólafs bónda á sama stað og Ófeigs bónda í Næfurholti), sem byggði sér þar bæ og bjó fardagaárin 1811—1813. — I húsvitjunarbók 1811 er Jón talinn 22 ára og kona hans, Guð- rún Ólafsdóttir, 35 ára, en börn þeirra Jón ,,1 árs“ og Jón ,,10 vikna“. Votta sést þar fyrir túngarði, og hefir túnið verið lítið meira en ein dagslátta að líkindum. En lítið sést eftir af leifum bæjarins, því að fjárhús frá Selsundi hafa verið byggð þar ofan á, og jafn- framt girt um túnið, nærfellt helmingi stærra en áður. Hraunbrúnin er algróin á báðar hliðar, en undirlendi mjótt, því að nálægur er vikurgárinn gamli, að vestanverðu. En þar stafar nú orðið engin hætta af honum. Á þessum slóðum, sunnan við Selsundslæk, hefir J. C. Klein kaupmaður í Reykjavík, sem er eigandi Selsunds, byggt sér timburhús til sumardvalar. 2. ÁrbcBr, norðan við Rangá, 5 km austur frá Keldum. Tún er þar stórt og enn óblásið og blettir af heiðinni, bæði vestan bæjar, út með ánni, og að austan og ofanverðu. En að vísu er meginhluti haganna blásinn í hraun, sem enn er mjög gróðursnautt. Á 19. öld hefir túnið verið girt með torfgarði og traðir heim að sunnanverðu, en þar á milli og árinnar lá Fjallabaksvegur Skaftfellinga. Fagurt er þar heima og túnið í góðu skjóli suður undir heiðarbrún. Árbærinn hefir verið byggður úr Tröllaskógslandi. Ekki er vitan- legt, hvenær það hefir gjörzt, því að Árbæjar á Rangárvöllum finnst ekki getið fyrr en 1475. (Fbrs. V, 797). Er þá, við sölu, talinn 20 hundruð, og því mati heldur jörðin allt til 1711, en 1803 er hún ekki orðin nema 10 hundruð, 1861 7,9 hundruð og 1885 5 hundruð, 1942 er landverðið 700 kr. og þó talinn þar 150 hesta heyskapur, og ekki virðist hann meiri 1711, þá er talið að jörðin fóðri 3 kýr á heyi og blöðku. Samt er þar áhöfnin þá 4 kýr, 2 vetrungar, 103 kindur og 23 hross. Um jarðarspjöllin segir Jarðabókin: „Blöðku- slægju og beitarlandi spillir blásturssandur, sérdeilis því plátsi sem kallast . . . Tröllaskógsland“. I 3 aldir hefir gárinn, sem eyðilagði Tröllaskóg, verið að sverfa af landi jarðarinnar og brjóta bakka þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.