Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 59
63 nálægt því um 1 V3 dagslátta. Garðlög þessi eru nú miklu rýrari í íyrirferð en hin áður nefndu. Blettur þessi er nú allur þýfðari og rytju- legri en hinn, og því óvíst, hvort nokkru sinni hefir getað verið tún eða slægja. — Ekki þykir mér líklegt, að upphaf þessa býlis sé yngra en frá 12. eða 13. öld, og ekki heldur að byggð sú hafi varað lengur en fram á 14. öld, eða til Svartadauða í hæsta lagi rétt eftir 1400, þótt sú tilgáta sýnist, ef til vill, ennþá hæpnari, og þá sennilega sömu- leiðis, að Bugur hafi verið lagður í eyði áður en Króktún og Tunga urðu byggð býli. Með öðru þeirra í byggð og enn síður báðum gat Bugur ekki verið svo stórt býli, sem rúst þess virðist benda til.1 5. Tunga. Hún var líka hjáleiga frá Keldum, og um stærðar- hluta úr Keldnalandi er sama að segja og um Króktún. Land þess býlis var tungan öll, löng og mjó, frá neðsta hluta Keldnalækjar, niður með Rangá og upp með Stokkalæk, að Krókgili. En þaðan eru fáein hundruð faðma til Keldnalækjar. Og ofan gilsins á þeim spöl, hlóð Höskuldur, Tungubóndinn fyrrnefndi, varnargarð fyrir stórgripi. Land jarðarinnar var því glöggt afmarkað og betur varið en vanalegt er. Bærinn stóð litlu ofar en á miðri tungunni, alveg við Rangá, og var hún vatnsbólið, en brekka nokkuð há og erfið að ánni. Að síðustu var kálgarður framan við bæinn á árbakkanum, sem áin hefir nú að mestu eytt smátt og smátt, með svarfi sínu neðst úr brekkunni. Líka hefir áin sorfið af landi jarðarinnar að neðanverðu, nokkru fyrir neðan háan og fagran foss, Tungufoss, og mest neðst, þar sem land- ið er langlægst, í Tungunesi. Annars er tungan öll grasi vaxin og laus við uppblástur af sandi. En í heiðinni fyrir austan bæinn, sem öll er Iægri en Króktúnsheiðin, er þó ekki eins hreint og gott vall- lendi á hólunum. En skjólgott mjög er landið í öllum áttum og hefir þar verið hægt og þægilegt kotbýli, enda hefir sandfok aldrei orðið til þess að spilla því. Slægjur voru þar ekki, nema fremur lítið tún, og því aðalerfiðleikinn af afla heyja. Má því telja furðanlega stórt búið þar 1711: 5 kýr, vetrungur og kálfur, 148 kindur og 14 hross. 1) Ef Fornleifafélagið hefði úr nægu fé að spila, ætti það að rannsaka rústir þessar, og kynni þá að koma í ljós nánari líkindi og ýmislegur fróð- leikur, m..a. af ösku- og vikurlögunum. — Hér vil ég bæta þessu við: Síðastliðið sumar (1950) kom ég að„Bug“ og Lýður á Keldum gróf holu í rústina. Á nálægt 5 feta dýpi var laust hleðslugrjót, ofan á því var hrúga af 'ljósleitum vikri, en undir grjótinu kolsvart og mjög smágjört öskulag. Með meiri útgreftri þarna, væri tilvalið tækifæri t. d. fyrir dr. Sigurð Þór- arinsson, vikur- og öskusérfræðing, til að ákveða aldur laganna og rúst- anna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.