Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Síða 71
75 þar Hraunteigssporður (Sporðurinn), sem lækurinn fellur í ána. — Flatlendir balar og blettir, skóglausir, eru þarna í Sporðinum, og þar stóð bærinn, nær læknum en ánni. Leifar sjást þar af bæjarrúst- unum, sem munu hafa verið byggðar úr torfi að miklu leyti. En svo er þar nú yfirgróið og ómerkilegt, að ekki tekur að lýsa því. ViSbót. Hér er nú lokið annarri umferð eyðibýla á Rangárvöllum, eins og viðhorfið var 1946. En í Heklugosinu það ár fóru í eyði tvær jarðir, Þorleifsstaðir og Rauðnefsstaðir, og þær eru því teknar hér með, þó að þær kunni, ef til vill, að byggjast aftur. 22. RauðnefsstaSir. Þeir eru austasti bær á Rangárvöllum, efsti við Fiská og víðkunnir úr Landnámu sem landnámsjörð Hrólfs rauðskeggs. Hét hún í fyrstu Fors, eftir fossi þeim, sem þar er í Fiská, austan við túnið. Bújörðin var stór, ekki aðeins „Hólmslönd öll milli Fiskár ok Rangár“, heldur líka að sjálfsögðu allt hið næsta austan Fiskár, sennilega upp að Tindfjallajökli og upp á norðurhorn Þrí- hyrnings. I landnámi þessu hafa nú um margar aldir verið tvær jarðir aðrar og jafnstórar: Þorleifsstaðir og Reynifell, 20 hundruð hvor. Niðjar Hrólfs voru, að jöfnu, gæðamenn og göfugmenni, svo sem þeir Þorkell máni og Þorgeir Ljósvetningagoði. Og sonur Hrólfs, Þor- steinn rauðnefur, sem bærinn er kenndur við, var enginn kotbóndi. Landnáma lætur hann eiga eitthvað nokkuð mikið yfir 2200 sauð- fjár. — Þótt fjártala þessi virðist nú vera ýkjum blandin, þá er og ekki ólíklegt, að í fjársafnið hafi slæðzt nokkrar kindur úr nálægum fjárhögum annarra. En ósennilegt má þó sýnast, að allan þennan fjárfjölda hafi rekið í fossinn, eins og það er orðað: ,,Þá nótt, er hann andaðist, rak sauðinn allan í fossinn“. — Hefir það mátt vera meiri ,,fítonsandinn“, sem fylgdi Þorsteini. Og eigi er ósenni- legt, að hann hafi þar ætlað sjálfum sér legurúm, af því að hann „blótaði forsinn“ og lét bera í hann (matar-) „leifar allar“. Af því heitir fossinn Leifðafoss. Þetta, sem nú er sagt, má heita allt hið sögu- lega, er sagt verður um jörð þessa að fornu fari. Jörðin. Rauðnefsstaðir sjást aldrei einu sinni nefndir með nafni í 14 bindum Fornbréfasafns, langt fram á 16. öld.1 Og er einkenni- legt, að þeir skyldu ekki vera skattskyldir að Odda, eins og flestar aðrar stóru jarðirnar á Rangárvöllum, á dögum hinna miklu Odda- verja. Rauðnefsstaða verður eigi heldur vart í 6 bindum Alþingis- bóka og ekki fyrr en 1641, í visitasíu Brynjólfs biskups. Þá eru Rauð- 1) Og í 15. bindi, bls. 662, mun: „Reijne“ tákna Reynifell, en ekki Rauð- nefsstaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.