Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Page 78
82 fram og aftur eftir vild, en neðan á bekknum er fleygur rekinn í gegn- um kinnarendann og hún fest eða losuð með því að slá hann að eða frá. Ofan á kinnunum voru gildir borðstúfar og sköguðu báðir út til sömu hliðarinnar, kallaðir kinnakjálkar. Á milli kinnanna efst var kerlingin, sívalt kefli, þó gildast um miðjuna og dálítil bryggja umhverfis báða enda. I öðrum enda kerlingarinnar var hola, sem gekk upp á al eða ás, sem festur var í föstu kinninni efst, en á hin- um enda hennar voru gaddar, þrír eða fjórir, sem gengu inn í það, Rennibelckslílcan Jens Jónssonar (Ljósm. Gísli Gestsson). A model of a primitive lathe from the Westfjords. sem renna átti, og héldu því föstu. Hinum megin var annar alur eða ás á lausu kinninni og lék í holu á gripnum, sem renna átti, er hann snérist með kerlingunni. Því var kinnin laus, að hana þurfti að færa fram og aftur, er gripur var settur í eða losaður úr bekknum, og það mismunandi mikið eftir því, hve þykkt eða langt það var, sem renna átti. Utan um kerlinguna var nautsleðuról, sem var brugðið um hana einu eða tvisvar sinnum og sauðarleggur í hvorum enda sem hand- föng. Þegar búið var að koma efniviðnum fyrir á kerlingunni og festa lausu kinnina, var farið að renna. Gæta þurfti þess vel, að það, sem renna átti, lægi ekki fast við lausu kinnina, svo að ekki yrði stirt að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.