Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 81
85
landi og það í ríkum mæli.1 1 fombréfasafni voru er ekki heldur
hörgull á líkum fyrir þessu, þar sem talað er um tréskálar, trébolla,
Irédiska og tréföt. Svo að eitt dæmi af mörgum sé nefnt, á Guðmund-
ur Arason árið 1446 90 tréföt á Reykhólum og 80 á Saurbæ á Rauða-
sandi, Fbrs. IV, bls. 684 og 689. Þessi ílát hafa að öllum líkindum
verið rennd eins og þau grænlenzku.
Ekki er ólíklegt — og skal því varpað hér fram til athugunar —
að rennibekkur Jens í Smiðjuvík, sem lýst hefur verið hér að framan
og líkanið er smíðað eftir, hafi verið síðasti afspringur gamallar ís-
lenzkrar rennibekksgerðar, sem hér hlýtur að hafa verið til á mið-
öldum eða jafnvel síðan á landnámsöld.
1) í Medd. om Grönl. 88, nr. 2, bls. 136 og 140—42, og aftur í doktors-
ritgerð sinni i Medd. om Grönl. 89, nr. 1, bls. 244, heldur dr. Roussell fram
þeirri skoðun, að rennibekkur hafi að líkindum verið óþekktur í Græn-
landi á miðöldum og umrædd rennd föt og diskar séu því innflutt og sama
eigi við um rennda taflmenn og kotrutöflur. Rök hans eru tvenn: Ótrúlegt
væri, ef rennibekkir voru til, að svo mikið fyndizt af órenndum diskum
og taflmönnum. Klébergshlutir, sem vissulega voru heimagerðir á Græn-
landi, eru aldrei renndir. Fyrri röksemdin er haldlaus, því að þau dæmi eru
fjölmörg, að frumstæð aðferð lifi góðu lífi við hliðina á nýrri og fullkomn-
ari og ber margt til þess, vanafesta, tregða að taka við nýjungum, ýmsar
fjárhagslegar og þjóðfélagslegar ástæður. Hin röksemdin missir marks af
því, að það er ósambærilegt, hversu miklu örðugra er að renna hlut úr
klébergi en úr tré og vitaskuld því örðugra því frumstæðari sem renni-
bekkurinn er. En röksemdin fellur þó gjörsamlega, ef hliðsjón er tekin af
Noregi á víkingaöld. Klébergskerin þar eru aldrei rennd, en renndir tré-
hlutir vel þekktir, t. d. í Oseberg-fundinum. Varla eru þeir innfluttir í
Noreg. Ég hygg, að grænlenzku diskarnir séu einmitt ágætt dæmi um
heimaiðnað og sams konar iðnaður hafi verið hér á landi á miðöldum. ■—
Hins vegar get ég frekar fallizt á skoðun Roussels, að renndar kotru-
töflur eins og Medd. om Grönl. 88, nr. 2, bls. 125, mynd 111, og taflmenn
eins og U. 302, mynd 112 s. st. séu að líkindum útlent verk. Þeir eru
gerðir með meiri nákvæmni en svo, að þá megi gera í hinum frumstæða
rennibekk, sem aftur dugði prýðilega til að renna grófa hluti.