Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1953, Side 87
SKYRSLUR /. Aðalfundur 1952. Hann var haldinn í sýningasal Þjóðminjasafnsins 13. des. og hófst kl. 5 síðdegis. Formaður setti fundinn og skýrði frá störfum félagsins á árinu, sem einkum voru fólgin í útgáfu árbókar félagsins fyrir árin 1951 og 1952. Kvað hann bókina nú komna út fyrir nokkru og hafa verið senda öllum félagsmönnum. Skýrði hann svo frá, að prentkostnaður væri nú það mikill, að til vandræða horfði fyrir félagið. Þessu næst las formaður upp reikning yfir tekjur og gjöld félagsins árið 1951, svo sem hann er prentaður í árbók þess 1951 og 1952 (bls. 168). Því næst var kosinn fulltrúi í stað Vigfúsar Guðmundssonar, er látizt hafði á þessu ári. Minntist formaður Vigfúsar og hinna miklu starfa hans í þágu íslenzkrar fornleifafræði, og fór með minningarkvæði um hann, er Snæbjörn Jónsson hafði ort og sent fundinum. í stað Vigfúsar var kosinn Bergsteinn Kristjánsson (til aðalfundar 1955). Önnur mál voru ekki tekin fyrir, og sleit formaður fundi, er fundarbók hafði verið lesin upp og samþykkt.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.