Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Blaðsíða 6
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mati úr Norðfjarðarhreppi frá 10. apríl 184914 segir svo um Fann-
ardal: „Tún er þar allgott, en hætt er því við skriðuhlaupum; engjar
eru víðlendar, en eigi góðar og hætt við hlaupum. Þar er vetrarhart,
en sumarland sæmilegt og landmikið. Þá jörð meta allir á 336 rd.“15
1 Nýrri jarðabók fyrir Island frá 1861, sem áður hefur verið til
vitnað, er dýrleiki Fannardals samkvæmt nýrri hundraðstölu talinn
11.0 og hækkar þessi nýja hundraðstala Fannardals meira en sam-
bærileg tala annarra jarða í Norðfirði. T. d. eru Grænanes og Skugga-
hlíð einnig að fornu mati 6 hundruð en verða 9.0 að nýrri hundraðs-
tölu. Stuðlar í Norðfirði, sem liggja að sjó, eru einnig 6 hundruð að
fornu mati en ný hundraðstala þeirra verður aðeins 7,8.16 Svo virð-
ist sem bændum hafi yfirleitt búnast vel í Fannardal og getur skýr-
ingin varla verið önnur en sú að þar er sauðland gott, enda var þar
oft tvíbýli eins og vikið verður að síðar. 1 jarðamati 1804 (í Þjsks.) er
áhöfn Fannardals (tveggja bænda) miklu meiri en annarra jarða í
Norðfirði sem að fornu mati eru Fannardal jafnar að dýrleika.
1 fasteignamati (undirmati) frá 191617 segir svo um Fannardal:
1. „Eigandi og ábúandi Guðjón Ármannsson.18
Ríkisskjalasafninu í ársbyrjun 1928 (nú innbundin í sérstaka bók, voru
í böggli nr. 215). Skjöl þessi ná nú aðeins yfir Skálholtsbiskupsdæmi hið
forna.
14 Skjalasafn íslensku stjómardeildarinnar í Kaupmannahöfn (Þjskjs.), mats-
bók fyrir S.-Múlasýslu, bl. 11.
15 Samkvæmt verðlagsskrá (kapítúlstaxta) í Suður-Múlasýslu 1849 er kýr-
verð, sem að gömlu mati er eitt hundrað á landsvísu, rúmir 25 ríkisdalir.
Miðað við það verðlag er matsverð Fannardals um það bil þrettánfalt kýrverð.
Hins vegar mun það vera forn venja að reikna jarðarhundrað tvöfalt á við
hundrað í kvikfjáreign (sbr. ártalslausa jarðabók í böggli dönsku skjala-
sendingarinnar frá 1928 nr. 641), svo að líklega liggur hugmyndin um
Fannardal sem 6 hundraða jörð að baki þessu mati. Sbr. verðlagsskrár
í sýslusafni S.-Múlas. XX 1.
10 Þess má geta, að í áður tilvitnuðum stríðshjálparskjölum frá 1681 er dýr-
leiki Grænaness, Skuggahlíðar og Stuðla (hverrar jarðar um sig) reikn-
aður 10 hundruð, en í skjölum Odds biskups Einarssonar frá 1611 (í AM 259,
4to) er dýrleiki hverrar þessara jarða talinn 6 hundruð.
17 Matsbók fyrir Suður-Múlasýslu í Þjsks., bls. 110—111.
18 Guðjón tók sér ættarnafnið Ámnann 15. júlí 1919. Hann er fæddur á Vest-
dalseyri við Seyðisfjörð 21. maí 1886, sonur hjónanna Ármanns Bjarnasonar
frá Viðfirði og Katrínar Sigfúsdóttur frá Gilsárvallahjáleigu. Sbr. Einar
Jónsson: Ættir Austfirðinga, Rvík 1953—1968 (hér eftir skammstafað
Æ Au) nr. 421, 9733 og 9747. Guðjón Ármann bjó lengi síðar á Skorrastað
og dvelst þar enn. Hann er bróðursonur þeirra dr. Björns Bjarnasonar og
Jóns Bjarnasonar á Skorrastað sem koma við sögu síðar í þessari ritgerð.