Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 21
RÓÐUKROSSINN f PANNARDAL 27 útmálun mannlegrar þjáningar frelsarans á krossi hefur listamann- inum tekist það sem hann hefur ætlað sér, en það er það að sérhver sá, sem stendur frammi fyrir Kristsmyndinni, fyllist lotningu, enda hefur vafalaust margur vegfarandi í Fannardal á liðnum öldum gert bæn sína frammi fyi’ir henni, hvort sem hann kom vegmóður af fjalli yfir Fönn eða átti þá leið fyrir höndum. Nú er ekki að ófyrirsynju þó að einhverjum detti í hug að þessi kross hafi staðið úti á víðavangi eins og krossinn margumtalaði í Njarðvíkurskriðum. Ekkert er þó sem bendir til þess að hann hafi verið á berangri og um hann hafi gnauðað regn og vindar. Það verður því að hafa fyrir satt að hann hafi alltaf verið í húsum inni. Stíll og aldur. Óhjákvæmilegt er að fara hér fáeinum orðum um stöðu Fannar- dalskrossins í stílsögu íslenskra róðukrossa.40 Friðþægingardauði Krists á krossi hefur frá öndverðu verið kjarn- inn í trúarboðskap kristinna manna. Krossmarkið varð því snemma heilagt tákn en lengi voru um það skiptar skoðanir meðal forvígis- manna kristninnar hvort rétt væri að gera myndir af Kristi á kross- inum, enda hryllti menn lengi við þessu grimmilega píslartóli Róm- verja. Talið er að róðukrossar verði ekki algengir fyrr en á 8. öld þó að þeir hafi tíðkast nokkuð á 6. og 7. öld. Kristsmyndin er ekki hafin yfir tísku fremur en önnur fyrirbæri mannlegs samfélags. Fornum trúboðum á Norðurlöndum virðist hafa verið gjarnt að hugsa sér Krist sem voldugan suðrænan konung, raman konung Róms hallar, eins og skáldið Eilífur Goðrúnarson yrkir um á mörkum heiðni og kristni.47 Af líkum toga er það spunnið, er Njála lætur Steinunni, hina heiðnu skáldkonu, hugsa sér að Þór bjóði Kristi á hólm.48 Um 1000 eru allsráðandi í kristninni hinir svonefndu rómönsku róðukrossar. Um gerð þeirra fer dr. Kristján Eldjárn þessum orðum: 48 Hér verður einkum stuðst við ritgerð Kristjáns Eldjárns: Ufsakrossinn í Gengið á reka, Akureyri 1948, bls. 148-—183, en einnig má benda á: Matthías Þórðarson: Róðukrossar með rómanskri gerð í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1914, bls. 30—37. Sjá ennfremur Krucifix í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, IX. bindi, Reykjavík 1964, dálkar 456—463. 47 Den norsk-islandske skjaldedigtning I A, Kobenhavn og Kristiania 1912. bls. 152. 48 Brennu-Njáls saga, 102, kap., Isl. fornrit XII, Reykjavík 1954, bls. 265.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.