Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 25
Róðukrossinn í fannardal 31 skemmdist eigi og jafnvel trúað því að hann væri heilagur og hlífi- skjöldur Fannardals. Kross þessi er þannig til kominn: 1 fyrri daga áttu tvær tröllkonur heima í dalnum; höfðu þær aðsetur sín í hvoru fjalli beggja megin dalsins. Eitt sinn töluðust þær við yfir dalinn hvort eigi væri ráðlegt að spyrna saman fjöllunum; en meðan þær ræða þetta verður þeirri, sem var syðra megin dalsins, litið út til f j arðarins; sér hún þá hvar kross hafði borið að landi, verður hvumsa við og segir: „Fiskur er rekinn í fjarðarbotn; ekki munum við systur spyrnast í iljar í kveld“. Þar sem krosstréð bar að landi heitir nú síðan Krossfjara. Var það flutt heim að Fannardal og varðveitt þar allt fram á þenna dag, þar eð sú er trú manna að undir eins og krossinn glatist spyrni tröllkonurnar saman fjöllunum. Það var fyrrum, og er jafnvel enn í dag, að menn voru vanir að gefa krossinum föt og klæddu hann þeim; enn fremur gáfu menn honum ýmsa aðra muni. Það var einnig trú manna að ef gestir þeir, er komu að Fannardal, gæfu krossinum ekkert þá fengju þeir óveður á ferð sinni. Þess vegna færðu margir, sem á bæinn komu, hinum heilaga krossi einhverjar gjafir. Björn Bjarnason slcólapiltur.“ Eins og vera ber um þjóðsögu er þessi frásögn einföld í sniðum og laus við allar málalengingar. I henni eru engin nöfn önnur en bæjarnafnið og Krossfjara en hvorttveggja er óhjákvæmilegt að oefna. Staðháttalýsinga gætir lítt og verða þær því ekki til að skyggja á aðalatriði sögunnar, mátt og helgi krossins. Dr. Björn hefur vafa- laust ungur gert sér grein fyrir eðli og list þjóðsögunnar, en þó kann að læðast að kunnugum sá grunur að hann hafi aldrei komið í Fannar- dal og séð krossinn. Vel má það vera gert vitandi vits að sleppa nöfnum fjalla og afstöðu þeirra eða nöfnum tröllkvenna til þess að íþyngja ekki sögunni með aukaatriðum. Hitt er þó grunsamlegra að hvergi kemur fram að krossinn er róðukross, þ. e. með Krists- líkneski. Það þykir mér benda til þess að sögumaður hafi aldrei sjálfur staðið andspænis myndinni. Þess er vert að minnast að dr. Björn var mjög ungur þegar hann fór úr foreldrahúsum og að alllöng leið er milli Viðfjarðar og Fannardals og síður en svo greiðfær fyrr á tímum. Enda þótt á því séu fremur litlar líkur að dr. Björn hafi séð krossinn í uppvexti sínum hafði hann þó öll skilyrði til þess að hafa af honum ljósar sagnir, því að móðir hans var að nokkru leyti upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.