Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 25
Róðukrossinn í fannardal
31
skemmdist eigi og jafnvel trúað því að hann væri heilagur og hlífi-
skjöldur Fannardals. Kross þessi er þannig til kominn: 1 fyrri daga
áttu tvær tröllkonur heima í dalnum; höfðu þær aðsetur sín í hvoru
fjalli beggja megin dalsins. Eitt sinn töluðust þær við yfir dalinn
hvort eigi væri ráðlegt að spyrna saman fjöllunum; en meðan þær
ræða þetta verður þeirri, sem var syðra megin dalsins, litið út til
f j arðarins; sér hún þá hvar kross hafði borið að landi, verður hvumsa
við og segir: „Fiskur er rekinn í fjarðarbotn; ekki munum við systur
spyrnast í iljar í kveld“.
Þar sem krosstréð bar að landi heitir nú síðan Krossfjara. Var það
flutt heim að Fannardal og varðveitt þar allt fram á þenna dag, þar eð
sú er trú manna að undir eins og krossinn glatist spyrni tröllkonurnar
saman fjöllunum.
Það var fyrrum, og er jafnvel enn í dag, að menn voru vanir að gefa
krossinum föt og klæddu hann þeim; enn fremur gáfu menn honum
ýmsa aðra muni. Það var einnig trú manna að ef gestir þeir, er komu
að Fannardal, gæfu krossinum ekkert þá fengju þeir óveður á ferð
sinni. Þess vegna færðu margir, sem á bæinn komu, hinum heilaga
krossi einhverjar gjafir.
Björn Bjarnason slcólapiltur.“
Eins og vera ber um þjóðsögu er þessi frásögn einföld í sniðum
og laus við allar málalengingar. I henni eru engin nöfn önnur en
bæjarnafnið og Krossfjara en hvorttveggja er óhjákvæmilegt að
oefna. Staðháttalýsinga gætir lítt og verða þær því ekki til að skyggja
á aðalatriði sögunnar, mátt og helgi krossins. Dr. Björn hefur vafa-
laust ungur gert sér grein fyrir eðli og list þjóðsögunnar, en þó kann
að læðast að kunnugum sá grunur að hann hafi aldrei komið í Fannar-
dal og séð krossinn. Vel má það vera gert vitandi vits að sleppa
nöfnum fjalla og afstöðu þeirra eða nöfnum tröllkvenna til þess að
íþyngja ekki sögunni með aukaatriðum. Hitt er þó grunsamlegra
að hvergi kemur fram að krossinn er róðukross, þ. e. með Krists-
líkneski. Það þykir mér benda til þess að sögumaður hafi aldrei
sjálfur staðið andspænis myndinni. Þess er vert að minnast að dr.
Björn var mjög ungur þegar hann fór úr foreldrahúsum og að alllöng
leið er milli Viðfjarðar og Fannardals og síður en svo greiðfær fyrr
á tímum.
Enda þótt á því séu fremur litlar líkur að dr. Björn hafi séð
krossinn í uppvexti sínum hafði hann þó öll skilyrði til þess að hafa
af honum ljósar sagnir, því að móðir hans var að nokkru leyti upp-