Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 26
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
alin í Fannardal eins og betur greinir síðar. Einnig verður því
ekki neitað að sum atriði í frásögn dr. Björns hafa verið gagnrýnd.
Ekki verður mikið upp úr því lagt þó að næstum í sömu andrá sé
talað um fjarðarbotn og Krossfjöru, sem í reynd er sitt hvað, eða
talið sé að tröllskessurnar, þótt hátt hafi hreykt sér, hefðu ekki getað
séð út í Krossfjöru sem liggur undir háum sjávarbökkum. Það eru
of miklar kröfur til raunsæis í þjóðsögu. 1 mesta lagi gæti þetta
atriði bent til þess að tengslin í sögunni milli Fannardalskrossins og
Krossfjörunnar væru ung og sögugerð dr. Björns sýndi með setn-
ingunni: „Fiskur er rekinn í f jarðarbotn," sem í sjálfu sér er fornleg,
að hið landfræðilega ósamræmi stafaði af þessum ungu tengslum.
Hitt er þyngra á metunum að sögugerð dr. Björns hefur verið
fundið það til foráttu að þar væru miklaðar frásögur um átrúnað
á krossinn og heitgjafir til hans. En um það atriði eru þó svo margar
gamlar og skilorðar heimildir að telja verður að sú gagnrýni missi
marks, jafnvel þótt hún sé runnin frá þeim sem vel áttu til að þekkja
eins og rakið verður hér síðar.
„Húsbændur og heimilisfólk hafa .... jafnvel trúað því að hann
[þ. e. krossinn] væri heilagur og hlífiskjöldur Fannardals“, kemst
dr. Björn að orði í sögu sinni. Orðið hlífiskjöldur er eina orðið í
sögunni sem ekki getur talist hversdagslegt í þessu samhengi og
leiðir jafnvel hugann að fomu máli. Dr. Björn var þó ekki orðinn
lærður maður í fornum fræðum þegar hér var komið sögu, heldur um
það bil að ljúka stúdentsprófi eins og fyrr greinir. 1 fornum bók-
menntum kemur orðið hlífiskjöldur alloft fyrir en í elstu ritum
virðist vera algengari orðmyndin hlífskjöldur. Tengsl þessa orðs
við orðið kross er einmitt að finna í einu hinu elsta riti íslensku,
safni prédikana í handriti frá því um 1200, varðveittu í Stokkhólmi
(Sthm. Perg. 4:o nr. 15), sem nefnt er íslenzka hómilíubókin. Þar
segir svo í hómilíunni De sancta cruce (Um helgan kross): „Fyr
krossi Drottins flýja djöflar .... Heilagur kross er hlífskjöldur við
meinum en hjálp í farsællegum hlutum ..............“55 Ekld er fyrir
BB Homiliu-bók. Isldndska Homilier, utgifna af Dr. Theodor Wisén, Lund
1872, bls. 39. Þessi sama hómilía er einnig í norsku hómilíubókinni, en þar
er orðmyndin lífskjgldr (hdr. lifscioldr) að norskum hætti, Gammel norsk
homiliebog, útg. af C. R. Unger, Christiania 1864, bls. 142. — Sbr. Kristján
Eldjárn: Gengið á reka, bls. 148. — 1 fornu máli og nýju er algengt orð-
takið að hafa e-n að hlífiskildi og í nútíðarmáli að halda hlífiskildi yfir e-m.
Sjá Halldór Halldórsson: íslenzkt orðtakasafn I, bls. 246. — Texti hómilíu-
bókanna hefur varla verið þekktur hér á landi á síðari öldum nema úr
þessum tveimur útgáfum sem hér hafa verið nefndar.